Ræddi við franska blaðamenn: Vildi prófa stærri deild og líkar við leikstíl Lille Franska úrvalsdeildarfélagið Lille kynnti Hákon Arnar Haraldsson fyrir fjölmiðlum í dag. Þar var svaraði hann hinum ýmsu spurningum, meðal annars um ákvörðun sína að fara til Lille og hvar á vellinum hann mun spila fyrir félagið. 20.7.2023 13:30
Brasilíska ríkisstjórnin breytir vinnutímum vegna HM í fótbolta Opinbert starfsfólk í Brasilíu þarf ekki að hafa áhyggjur af því að mæta seint til vinnu þó það horfi á leiki kvennalandsliðsins á HM frá upphafi til enda. Hefðbundnum vinnudegi verður breytt svo fólk geti fylgst með landsliðinu. 20.7.2023 12:30
Metfjöldi sá Matildurnar byrja á sigri Ástralía lagði Írland með einu marki gegn engu í fyrsta leik liðanna á HM kvenna í knattspyrnu. Aldrei hafa fleiri komið saman til að horfa á kvennaknattspyrnu í Ástralíu. 20.7.2023 12:02
Hópurinn klár fyrir undankeppni Ólympíuleikanna Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta er klár fyrir verkefni sumarsins. Um er að ræða tvo vináttuleiki í Ungverjalandi og svo undankeppni Ólympíuleikanna í Tyrklandi. 20.7.2023 11:05
Onana búinn að skrifa undir og fer með til Bandaríkjanna Markvörðurinn Andre Onana hefur skrifað undir hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester United. Er búið að bóka flug fyrir leikmanninn til Bandaríkjanna en Man United er á leið þangað í æfingaferð í aðdraganda nýs keppnistímabils. 20.7.2023 09:31
Arftaki Busquets uppalinn í La Masia Spánarmeistarar Barcelona hafa fengið Spánverjann Oriel Romeu í sínar raðir frá Girona. Sá á að leysa Sergio Busquets af hólmi en samningur þess síðarnefnda rann út í sumar og hann er nú kominn í faðm Lionel Messi í Miami. 19.7.2023 23:00
„Reynir á alla hæfni kylfinga, þarft að kunna öll höggin til að skora vel“ „Þetta er svona stærsta mótið á tímabilinu og ég verð að segja að þetta er það mót sem maður er spenntastur fyrir,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson, betur þekktur sem Steini Hallgríms, um Opna breska meistaramótið í golfi. Mótið er í dag einfaldlega þekkt sem Opna (e. The Open). 19.7.2023 20:00
Fofana frá út árið Wesley Fofana mun ekki spila fyrir Chelsea fyrr en seint á komandi tímabili. Franski varnarmaðurinn sleit krossband nýverið og er alls óvíst að hann verði eitthvað með liðinu fyrr en á þar næstu leiktíð. 19.7.2023 19:16
Miðvörðurinn eftirsótti til Bayern Miðvörðurinn Kim Min-jae er genginn í raðir Bayern München. Hann skrifaði undir fimm ára samning við Þýskalandsmeistarana. 19.7.2023 17:00
Rúnar Alex og Hákon Rafn á blaði hjá Bröndby Markverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Hákon Rafn Valdimarsson eru á blaði hjá danska stórliðinu Bröndby. Félagið er í markmannsleit eftir að hafa selt Mads Hermansen til Leicester City í ensku B-deildinni. 19.7.2023 15:01