Eins og undanfarin misseri hafa fjármál Börsunga verið í brennidepli í sumar. Xavi, þjálfari liðsins, hefur því þurft að fara nýstárlega leiðir til að styrkja liðið. Þýski miðjumaðurinn İlkay Gündoğan kom frítt frá Englandsmeisturum Manchester City. Sömu sögu er að segja af spænska miðverðinum Iñigo Martínez sem kom frá Athletic Bilbao.
Nú hefur skarð Busquets verið fyllt með manni sem ól manninn í La Masia, hinni heimsfrægu akademíu Barcelona. Hinn 31 árs gamli Romeu gekk í raðir Börsunga 13 ára gamall og lék þrjú ár með B-liði félagsins áður en hann Chelsea festi kaup á honum 19 ára gömlum.
ORIOL ROMEU RETURNS TO BARÇA! pic.twitter.com/2l3HKvnA2j
— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 19, 2023
Romeu vann sér aldrei inn fast sæti hjá Chelsea og var meðal annars lánaður til Valencia og Stuttgart. Síðan gekk hann í raðir Southampton og lék með félaginu þangað til 2022 þegar hann fór til Girona.
Miðjumaðurinn varnarsinnaði er nú snúinn „heim“ en hann skrifar undir samning til ársins 2026 við Barcelona.