Dramatík hjá Svíum | Holland með mikilvægan sigur á Portúgal Tveimur af þremur leikjum dagsins á HM kvenna í knattspyrnu er nú lokið. Svíþjóð skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma gegn Suður-Afríku og Holland vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Portúgal. 23.7.2023 09:40
Heimsmeistarinn fyrrverandi til liðs við Hákon Arnar hjá Lille Franski varnarmaðurinn Samuel Umtiti er genginn í raðir Lille í heimalandinu. Hann byrjaði úrslitaleik HM 2018 þegar Frakkland varð heimsmeistari en var kominn til Lecce á Ítalíu eftir að hafa verið út í kuldanum hjá Barcelona. 22.7.2023 16:30
Mark Alfreðs dugði ekki gegn meisturunum en mörkin tvö hefðu gert það Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Lyngby í 1-2 tapi gegn Danmerkurmeisturum FCK í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Alfreð skoraði einnig mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. 22.7.2023 16:04
Sjáðu markið: Sveinn Aron á skotskónum þegar Elfsborg jók forystu sína Elfsborg jók forystu sína í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með 4-0 útisigri á Djurgården. Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði fjórða mark Elfsborg og Hákon Rafn Valdimarsson stóð vaktina milli stanganna. 22.7.2023 15:16
Bayern vill þrjá frá Englandi Bayern München hefur gert vel á leikmannamarkaðnum í sumar en ljóst er að félagið er hvergi nærri hætt. Það virðist sem Þýskalandsmeistararnir mæti með mikið breytt lið til leiks en Thomas Tuchel, þjálfari, vill þrjá leikmenn úr ensku úrvalsdeildinni til viðbótar. 22.7.2023 14:45
Engin vítaspyrna þegar Danmörk lagði Kína Danmörk vann Kína 1-0 á HM kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom í uppbótartíma leiksins en um var að ræða fyrsta leik mótsins þar sem ekki var dæmd vítaspyrnu. 22.7.2023 14:00
Þjálfari Hollands drullar yfir æfingaaðstöðu liðsins Andries Jonker, þjálfari hollenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, er allt annað en sáttur með æfingaaðstöðu liðsins í Nýja-Sjálandi þar sem heimsmeistaramótið fer nú fram. 22.7.2023 13:31
Frábær hringur hjá Harman sem gæti fetað í fótspor Woods og McIlroy Opna, áður Opna breska meistaramótið í golfi, er spilað nú um helgina á Royal-golfvellinum í Liverpool. Bandaríkjamaðurinn Brian Harman er sem stendur með fimm högga forystu á heimamanninn Tommy Fleetwood. 22.7.2023 13:00
Guðlaugur Victor á leið til Belgíu Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er á leið til Eupen í Belgíu frá DC United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. 22.7.2023 12:31
Foreldrar Hákons og Hauks: Við erum náttúrulega bara fótboltafjölskylda Það getur tekið á að vera foreldri ungra drengja sem iðka íþróttir. Það þekkja Jónína Víglundsdóttir og Haraldur Ingólfsson betur en flestir aðrir foreldrar. Síðustu vikur hafa verið strembnar hjá þeim hjónum þar sem tveir synir þeirra hafa samið við franska knattspyrnuliðið Lille. Annar þeirra, sá eldri, kostaði liðið tæpa tvo og hálfan milljarð íslenskra króna. 22.7.2023 12:00