England marði Haíti þökk sé enn einni vítaspyrnunni England vann Haíti aðeins 1-0 á HM kvenna í knattspyrnu. Sigurmarkið kom úr vítaspyrnu en dæmdar hafa verið vítaspyrnur í hverjum einasta leik mótsins til þessa. 22.7.2023 11:41
Mbappé ekki með PSG til Asíu og kominn á sölulista Framtíð Kylian Mbappé, framherja París Saint-Germain, er áfram til umræðu en franski landsliðsfyrirliðinn fór ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu og er kominn á sölulista. 22.7.2023 11:00
Sjáðu mörkin: Hákon Arnar með þrennu í fyrsta leiknum fyrir Lille Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var ekki lengi að stimpla sig inn hjá Lille. Liðið vann 7-2 stórsigur á belgíska liðinu Cercle Brugge. Þar spilaði Hákon Arnar fyrri hálfleik og skoraði þrjú mörk. 22.7.2023 10:27
Sjáðu markið: Messi tryggði sigurinn með aukaspyrnu í uppbótartíma Það tók Lionel Messi ekki langan tíma að skora sitt fyrsta mark fyrir Inter Miami. Það var einkar glæsilegt en það kom úr aukaspyrnu í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á Cruz Azul frá Mexíkó í deildarbikarnum, keppni sem inniheldur bæði lið úr MLS og efstu deild í Mexíkó. 22.7.2023 10:15
Vítaspyrnur áfram þemað í öruggum sigrum Bandaríkjanna og Japans Tveir leikir fóru fram á HM kvenna i knattspyrnu í nótt. Bandaríkin unnu Víetnam 3-0 og Japan vann Zambíu 5-0. Vítaspyrnur voru dæmdar í báðum leikjum sem þýðir að það hefur verið bent á vítapunktinn í öllum leikjum mótsins til þessa. 22.7.2023 09:31
Þrútnir leikmenn Man United vekja athygli Myndir af þeim Marcus Rashford og Casemiro, leikmönnum enska knattspyrnufélagsins Manchester United, hafa vakið mikla athygli. Báðir leikmenn virka vel þrútnir eftir verðskuldað sumarfrí. 22.7.2023 08:01
Liverpool mætir til leiks með nýtt leikkerfi: Verður Trent á miðjunni? Þó oftast nær sé lítið sem ekkert að marka vináttuleiki þá vakti uppstilling Liverpool-liðsins í leiknum gegn þýska B-deildarliðinu Karlsruher athygli. Það virðist sem Jurgen Klopp ætli að breyta til í vetur. 22.7.2023 07:01
Dagskráin í dag: Opna og tölvuspil Golf og tölvuspil eru allt í öllu á þessum líka fína laugardegi á rásum Stöðvar 2 Sport. 22.7.2023 06:00
Blikar fá undanþágu Breiðablik má spila á Kópavogsvelli í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Sá leikur var alltaf að fara fram á Kópavogsvelli en viðureign Blika í 3. umferð, sama hvort væri um Meistara- eða Evrópudeild var í uppnámi. 21.7.2023 23:31
Grótta fær tvo leikmenn frá Haukum Grótta hefur sótt tvo leikmenn frá Ásvöllum fyrir komandi tímabil í Olís-deild karla í handbolta. Um er að ræða hinn 19 ára gamla Andra Fannar Elísson og hinn 22 ára gamla Ágúst Inga Óskarsson. 21.7.2023 23:00