Chelsea staðfestir komu Caicedo Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest komu Ekvadorans Moisés Caicedo. Sá er miðjumaður sem kemur frá Brighton & Hove Albion fyrir 115 milljónir punda, rúmlega 19 milljarða króna. 14.8.2023 19:31
Talið að varnarmaður Arsenal verði frá næstu mánuði Talið er næsta víst að hollenski varnarmaðurinn Jurriën Timber, leikmaður Arsenal á Englandi, verði frá keppni næstu mánuðina eftir að hann fór meiddur af velli í 2-1 sigri á Nottingham Forest í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. 14.8.2023 18:01
Al Hilal byrjar á sigri þökk sé þrennu frá Malcom Það er ljóst að knattspyrnumaðurinn Malcom kann vel við sig í Sádi-Arabíu en hann skoraði þrennu er lið hans Al Hilal hóf tímabilið þar í landi á sigri. Lið Karim Benzema, Al Ittihad, byrjar tímabilið á 3-0 sigri en franski framherjinn komst ekki á blað. 14.8.2023 17:16
„Ég segi nei“ Reece James, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það til kynna að hann hafi engan áhuga á að ganga í raðir Arsenal. 30.7.2023 07:01
Ældi í handtösku mömmu Grealish og ætlar að kaupa nýja Rúben Días, miðvörður Evrópu-, Englands- og bikarmeistara Manchester City, missti sig örlítið í gleðinni eftir að City urðu Evrópumeistarar. Hann missti sig örlítið í gleðinni sem endaði með því að hann ældi í handtösku Karen Grealish, móður Jack Grealish. 25.7.2023 07:00
Dagskráin í dag: Evrópukvöld á Kópavogsvelli Fyrri leikur Breiðabliks og FC Kaupmannahafnar í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 25.7.2023 06:01
Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. 24.7.2023 23:31
Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. 24.7.2023 23:00
Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. 24.7.2023 22:31
Telja að Barcelona-stjörnur Noregs verði bekkjaðar gegn Sviss Eftir óvænt tap gegn Nýja-Sjálandi í fyrstu umferð HM kvenna í knattspyrnu virðist Hege Riise, þjálfari norska landsliðsins, ætla að sýna hver ræður og bekkja tvær af helstu stjörnum Noregs. 24.7.2023 19:30