Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 22:31 Jason Daði skoraði fyrra mark Breiðabliks í 2-1 sigri á Shamrock Rovers í síðustu umferð Meistaradeildar Evrópu. Vísir/Diego „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Breiðablik sigraði Shamrock Rovers frá Írlandi samtals 3-1 í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu og hefur nú tryggt sér umspilssæti í Sambandsdeild Evrópu hið minnsta. Liðið getur hins vegar farið enn lengra í Meistaradeildinni en Danmerkurmeistarar FCK standa í vegi fyrir þeim. „Þetta er gott lið með góða leikmenn, stór klúbbur með mikla sögu þannig það gerist ekki mikið stærra en þessir leikir,“ sagði Jason Daði um mótherja morgundagsins. Jason Daði og Orri Steinn Óskarsson, leikmaður FCK og sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar - þjálfara Blika, þekkjast ágætlega. Þá er Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson sömuleiðis leikmaður danska stórliðsins. „Það verður gaman að mæta þeim. Erum fínustu félagar en ég hef ekkert heyrt í honum (Orra) en hann er örugglega bara spenntur fyrir því.“ Um leik morgundagsins „Við nálgumst þetta eins og við gerum flesta leiki. Vídeófundur og svo undirbúa menn sig eins og þeir gera alltaf, það þýðir ekkert annað.“ „Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá eins og við reynum að gera í hverjum einasta leik, það verður bara að vera markmiðið líka.“ „Held það hjálpi okkur klárlega að spila á heimavelli, á gervigrasi sem þeir eru kannski ekki vanir að spila á. Verðum að nýta okkur það. Það verður gaman að hafa fulla stúku og alvöru stuðning,“ sagði Jason Daði að endingu. Klippa: Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Leik lokið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00