Steven Lennon í Þrótt Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024. 15.8.2023 17:55
Elín Metta í Þrótt Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. 15.8.2023 17:30
Gætu frestað ákvörðun varðandi framtíð Greenwood þangað til í september Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur ekki enn tekið ákvörðun varðandi framtíð framherjans Mason Greenwood. Talið er líklegt að félagið gæti tilkynnt ákvörðun sína í landsleikjahléinu í næsta mánuði. 15.8.2023 07:01
Dagskráin í dag: Íslandsmeistararnir á Akureyri Fjórir leikir eru í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta Þór/KA fyrir norðan. 15.8.2023 06:01
Chelsea keypt leikmenn fyrir 132 milljarða síðan Boehly og félagar tóku við Þegar kaupin á Moisés Caicedo ganga í gegn hefur enska knattspyrnufélagið Chelsea fest kaup á leikmönnum fyrir einn milljarð Bandaríkjadala, 132 milljarða íslenskra króna, síðan Todd Boehly og Clearlake Capital komu til sögunnar á síðasta ári. 14.8.2023 23:31
Ten Hag eftir nauman sigur á Úlfunum: Getum spilað betur Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir sína menn geta spilað betur en lærisveinar hans mörðu Úlfana í lokaleik 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. 14.8.2023 22:45
Atlético byrjar á sigri Atlético Madríd byrjaði tímabilið í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu af krafti þegar liðið fékk Granda í heimsókn. Lokatölur í Madríd 3-1 heimamönnum í vil. 14.8.2023 21:40
Man Utd byrjar tímabilið á naumum sigri þökk sé Varane Franski miðvörðurinn Raphaël Varane skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United tók á móti Úlfunum í lokaleik 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gestirnir voru síst lakari aðilinn og geta verið ósáttir með að ná ekki í að minnsta kosti stig í Leikhúsi draumanna. 14.8.2023 21:05
Gerrard byrjar á sigri gegn Ronaldo-lausu Al Nassr Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq byrjuðu tímabilið í sádiarabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á 2-1 sigri á Al Nassr. Sadio Mané leiddi framlínu gestanna í fjarveru Cristiano Ronaldo sem er að glíma við meiðsli. 14.8.2023 20:30
Sísí Lára skiptir yfir til ÍBV þrátt fyrir að skórnir séu farnir upp í hillu Sigríður Lára Garðarsdóttir, betur þekkt sem Sísí Lára, hefur fengið félagaskipti í ÍBV, uppeldisfélag sitt. Sísí Lára lagði skóna á hilluna að loknu síðasta tímabili vegna þrálátrar liðagigtar. 14.8.2023 20:00