Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Barcelona og Juventus með sigra

Juventus hefur tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni á öruggum 3-0 útisigri. Spánarmeistarar Barcelona eru þá komnir á sigurbraut í La Liga eftir 2-0 sigur í kvöld.

Lyng­by í efri hlutanum eftir góðan sigur

Íslendingalið Lyngby vann 1-0 heimasigur á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er sem stendur í efri hluta deildarinnar. Virðist sem lærisveinar Freys Alexanderssonar ætli sér ekki að endurtaka leik síðasta tímabils og vera í fallbaráttu allt til lokadags.

Fylkir vann lífs­nauð­syn­legan sigur í Eyjum

Fylkir gerði góða ferð til Vestmannaeyja í Bestu deild karla í knattspyrnu. Orri Sveinn Stefánsson skoraði sigurmarkið þegar fimm mínútur lifðu leiks og Fylkir lyfti sér upp úr fallsæti.

Hamrarnir lögðu Chelsea í stór­skemmti­legum leik

West Ham United gerði sér lítið fyrir og vann nágranna sína í Chelsea 3-1 í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Chelsea er því aðeins með eitt stig að loknum tveimur umferðum og ljóst að uppbyggingin þar á bæ mun taka lengri tíma en margur hélt.

„Við erum enn þar“

Pep Guardiola var virkilega ánægður er hann ræddi við fjölmiðla í kjölfar 1-0 sigurs Manchester City á Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni á laugardagskvöld.

„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum.

Sjá meira