„Verðum að horfa í eigin barm og nýta færin“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 23:31 Ten Hag var heldur súr eftir leik. EPA-EFE/ANDY RAIN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var eðlilega ósáttur með 2-0 tap sinna manna gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag, laugardag. Gestirnir spiluðu ekki sinn besta leik en sköpuðu sér þó töluvert fleiri færi en í 1. umferð deildarinnar gegn Úlfunum. „Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var eign okkar og þá verður þú að skora. Við sköpuðum færin en við skiluðum boltanum ekki í netið. Við áttum einnig að fá vítaspyrnu, við fengum hana ekki og maður verður að samþykkja það, þannig er þessi leikur. Þetta var ekki okkar dagur,“ sagði Ten Hag en staðan var markalaus í hálfleik. „Ég held að við höfum skapað fleiri færi, virkilega góð færi. Mér fannst við pressa mjög vel og náðum að vinna boltann hátt upp á vellinum. Við færðum boltann vel, sköpuðum góð færi en náðum ekki að skora.“ „Þegar það gerðist þá verður þú að halda einbeitingu. Þetta byrjaði undir lok fyrri hálfleiks, fengum þrjú óþarfa gul spjöld og Tottenham fékk mjög gott færi. Algjör óþarfi. Við byrjuðum svo síðari hálfleikinn mjög illa. Við brotnuðum þó ekki og börðumst á móti.“ „Vængmennirnir okkar pressuðu Tottenham nokkuð vel en í þau skipti sem þeir komust í gegnum pressuna okkar þá verðum við að vera betri í að komast til baka. Þeir þurfa samt að fá stuðning frá bakvörðum og miðjumönnum, við þurfum að vera samhæfðari.“ Um Mason Mount og stöðu hans á vellinum „Það er planið (að hafa Mount neðar á vellinum). Við vorum með algjöra yfirburði í fyrri hálfleik, sérstaklega á miðjunni. Hann var mikilvægur hlekkur í því.“ Um gula spjaldið undir lok leiks „Ég tjáði mig á vinalegan og vingjarnlegan hátt en dómarinn kunni ekki að meta það.“ Um byrjun Man United „Ég horfi á „byrjunina“ sem nokkra leiki til viðbótar. Við erum óánægðir í dag. Við þurfum að horfa í eigin barm og nýta færin, eitthvað sem við gerðum ekki. Fyrsta markið er mjög mikilvægt í ensku úrvalsdeildinni.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira