Jón Axel um skiptin til Alicante: Eitt skref til baka til að taka tvö skref áfram Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson segist hafa ákveðið að taka eitt skref til baka á sínum ferli í von um að komast á hærra stig. 5.9.2023 07:01
Dagskráin í dag: Suðurlandsslagur, Bestu mörkin og Lokasóknin snýr aftur Það er boðið upp á Bestu deild kvenna, NFL, padel, Lokasóknina og Stjórann á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 5.9.2023 06:01
Nýra fjarlægt eftir olnbogaskot á HM Fjarlægja þurfti nýra úr Boriša Simanić, kraftframherji serbneska landsliðsins í körfubolta, eftir að hann fékk hafa olnbogaskot í síðuna í leik Serbíu á HM í körfubolta sem nú fer fram í Filipseyjum, Japan og Indónesíu. 4.9.2023 23:31
Við ætlum ekkert að fara að vorkenna okkur Gunnleifur Gunnleifsson, fyrrum landsliðsmarkvörður, stýrði sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Breiðabliks eftir að Ásmundur Arnarsson lét af störfum fyrir skömmu. Frumraun hans gekk ekki að óskum en leiknum leik með 4-0 tapi gegn Þrótti. 4.9.2023 22:50
Antony neitar ásökunum um líkamlegt og andlegt ofbeldi Antony, vængmaður Manchester United, segir ekkert til í ásökunum Gabriela Cavallin - fyrrverandi kærustu hans. Gabriela segir leikmanninn hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þau voru saman. 4.9.2023 22:10
Toppliðið tapaði í Grindavík Grindavík gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Víkings í Lengjudeild kvenna í kvöld. 4.9.2023 21:31
Koeman tekur illa í ákvörðun Gravenberch að gefa ekki kost á sér Ryan Gravenberch, nýjasti lekmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, neitaði að mæta í verkefni með U-21 árs landsliði Hollands. Segja má að sú ákvörðun hafi ekki vakið mikla lukku hjá Ronald Koeman, landsliðsþjálfara Hollands. 4.9.2023 20:15
Galatasaray sækir leikmenn sem Tottenham hefur ekki not fyrir Þó félagaskiptaglugginn á Englandi sé lokaður þá er hann enn opinn í Tyrklandi og það hefur tyrkneska knattspyrnuliðið Galatasaray nýtt sér til hins ítrasta. Í dag sótti liðið tvo leikmenn sem eiga ekki upp á pallborðið hjá Ange Postecoglou, þjálfara Tottenham Hotspur. 4.9.2023 19:01
Þrír leikir án sigurs hjá Kristianstad Íslendingalið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Djurgården í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Þetta var þriðji leikur liðsins í röð án sigurs. 4.9.2023 18:21
Al-Ittihad stefnir á að bjóða í Salah fyrir gluggalok Al-Ittihad frá Sádi-Arabíu stefnir á að bjóða einu sinni til viðbótar í Mohamed Salah, framherja enska knattspyrnufélagsins Liverpool, áður en félagaskiptaglugginn þar í landi lokar á fimmtudaginn kemur. 4.9.2023 17:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent