Dagskráin í dag: Subway-deild kvenna hefst, Man Utd, Lokasóknin og meira til Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Subway-deild kvenna í körfubolta hefst, Manchester United spilar í enska deildarbikarnum og strákarnir í Lokasókninni fara yfir allt sem gerðist í NFL um helgina. 26.9.2023 06:01
Níu ára undrabarn slær í gegn á Asíuleikunum Hin níu ára Mazel Alegado er einstaklega fær á hjólabretti. Svo fær að hún fékk að keppa á Asíuleikunum þar sem hún hefur slegið í gegn. 25.9.2023 23:01
Orðaður við brottför nokkrum mánuðum eftir komuna til Parísar Vængmaðurinn Ousmane Dembélé færði sig frá Katalóníu til Parísar í sumar en gæti nú verið á leið til Lundúna. 25.9.2023 22:15
Jenas biðst afsökunar á ummælum sínum Sparkspekingurinn Jermaine Jenas hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á samfélagsmiðlum þegar fyrrverandi lið hans Tottenam Hotspur mætti Arsenal um liðna helgi í ensku úrvalsdeildinni. 25.9.2023 21:32
ÍBV ekki í vandræðum með Aftureldingu ÍBV vann átta marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild kvenna í handbolta í kvöld, lokatölur í Vestmannaeyjum 32-24. 25.9.2023 20:46
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25.9.2023 20:06
Hörður Björgvin meiddist á fyrstu mínútu Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu og gríska liðsins Panathinaikos, fór meiddur af velli í kvöld þegar lið hans tók á móti AEK Aþenu. 25.9.2023 19:00
Lærisveinar Guðjóns Vals með góðan útisigur Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar í Gummersbach unnu tveggja marka útisigur á Stuttgart í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 25.9.2023 18:45
Sigvaldi Björn ekki á leið til Kiel Sigvaldi Björn Guðjónsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta og Noregsmeistara Kolstad er ekki á Þýskalandsmeistara Kiel. 25.9.2023 17:45
Enn streyma peningar frá Bandaríkjunum til Chelsea Fjárfestingasjóðurinn Ares Management er við það að setja fjögur hundruð milljónir punda, tæpa 68 milljarða íslenskra króna, í enska knattspyrnufélagið Chelsea. 21.9.2023 16:01
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent