Óvænt hetja hjá Juventus sem er komið á toppinn Það tók Juventus sinn tíma að skora gegn Hellas Verona í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í kvöld en það tókst á endanum. Leiknum lauk með 1-0 sigri heimaliðsins sem tyllti sér um leið á topp Serie A. 28.10.2023 21:06
Elvar Örn frábær í sigri Melsungen og Bjarki Már skilvirkur í sigri Veszprém Elvar Örn Jónsson átti frábæran leik í liði MT Melsungen sem lagði Rhein-Neckar Löwen örugglega í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þá var Bjarki Már Elísson öflugur í sigri Veszprém í Ungverjalandi. 28.10.2023 20:31
Fyrsti sigur Stjörnunnar kom gegn ÍBV | KA/Þór lagði Fram Stjarnan vann fjögurra marka sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, lokatölur 26-22. KA/Þór vann þá eins marks sigur á Fram, lokatölur í Grafarholti 21-22. 28.10.2023 19:45
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28.10.2023 19:00
Úlfarnir náðu í stig gegn Newcastle Wolves, Úlfarnir, gerðu 2-2 jafntefli við Newcastle United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. 28.10.2023 18:45
Orri Steinn fullkomnaði frábæran leik FCK Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar tóku á móti nýliðum og botniliði dönsku úrvalsdeildarinnar Hvidovre á Parken í dag. Það var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi en FCK vann sannfærandi 4-0 sigur þar sem Orri Steinn Óskarsson skoraði fjórða markið. 28.10.2023 17:16
KR kynnir Gregg Ryder sem nýjan þjálfara Englendingurinn Gregg Ryder er nýr þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið. 28.10.2023 16:40
Jóhann Berg og félagar enn í fallsæti Það bendir allt til þess að Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley falli úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta vor. Liðið tapaði í dag gegn Bournemouth en fyrir leik hafði Burnley unnið einn af níu leikjum sínum á tímabilinu á meðan heimaliðið var án sigurs. 28.10.2023 16:30
Fámennt lið HK berst fyrir tilverurétti sínum í deildinni Mikil meiðsli herja nú á lið HK í Olís-deild karla í handbolta. Alls eru fimm leikmenn frá og verða sumir þeirra ekki leikfærir fyrr en á nýju ári. HK er nýliði í deildinni og má vart við skakkaföllum sem þessum ætli það að halda sér í deild þeirra bestu. 28.10.2023 09:01
Arsenal án tveggja lykilmanna næstu vikurnar Gabriel Jesus og Thomas Partey munu missa af næstu leikjum enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Talið er að þeir verði frá næstu vikurnar. 28.10.2023 08:01