Íþróttafréttamaður

Runólfur Trausti Þórhallsson

Runólfur er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Daníel Leó á skotskónum þökk sé Kristali Mána

Fjöldi íslenskra knattspyrnumanna var á ferð og flugi í Evrópu í kvöld. Íslendingalið Sönderjyske stefnir á dönsku úrvalsdeildina. Þá virðist Rúnar Þór Sigurgeirsson vera í góðum málum hjá Willem II í Hollandi.

Haukar svara ÍBV fullum hálsi

Stjórn handknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna gagnrýni ÍBV á félagið sem og Handknattleikssamband Íslands. Gagnrýnin hefur snúið að leikskipulagi ÍBV og þá helst leik Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna.

Jóhanna Elín tryggði sér sæti á EM

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir tryggði sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í sundi sem fram fer í Búkarest í Rúmeníu undir lok árs. Þá var Anton Sveinn McKee 0,2 frá Íslandsmeti sínu frá árinu 2020.

Karó­lína Lea lagði upp í jafn­tefli

Bayer Leverkusen gerði 2-2 jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir lagði upp fyrra mark Leverkusen.

Bræður munu berjast í Mal­mö: „Vona að þeir standi sig vel“

Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum.

Skýrsla frá Parken: Man United er brotið á líkama og sál

FC Kaupmannahöfn gerði sér lítið fyrir og lagði Manchester United í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, lokatölur 4-3 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Blaðamaður Vísis var á leiknum og upplifði þær ótrúlegu tilfinningasveiflur sem fylgdu leik gærkvöldsins.

Sjá meira