Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 17:46 Malmö og Elfsborg mætast á sunnudag í leik sem sker úr um hvort liðið verður sænskur meistari. Malmö/Elfsborg Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira
Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Sjá meira