Bræður munu berjast í Malmö: „Vona að þeir standi sig vel“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2023 17:46 Malmö og Elfsborg mætast á sunnudag í leik sem sker úr um hvort liðið verður sænskur meistari. Malmö/Elfsborg Það er sannkallaður úrslitaleikur í Allsvenska, sænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á sunnudag. Toppliðin Elfsborg og Malmö mætast í leik sem sker úr um hvort félagið verður meistari. Það gæti farið svo að bræður muni berjast í leiknum og var þriðji bróðurinn spurður út í hvorn þeirra hann vildi sjá lyfta meistaratitlinum. Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira
Íslendingalið Elfsborg trónir á toppi sænsku deildarinnar sem stendur með þriggja stiga forystu á Malmö sem er í öðru sætinu. Þessi lið mætast á Eleda-vellinum í Malmö í leik þar sem gestunum dugir jafntefli. Í liði gestanna eru þrír Íslendingar; markvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson, miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson og framherjinn Sveinn Aron Guðjohnsen. Í heimaliðinu er einn Íslendingur, Daníel Tristan Guðjohnsen – bróðir Sveins Arons. Andri Lucas Guðjohnsen, bróðir þeirra Sveins og Daníels var spurður út í hvorn bróðirinn hann myndi vilja sjá standa uppi sem sænskur meistari. „Við í fjölskyldunni höfum sagt að við viljum að Sveinn Aron vinni þennan með Elfsborg, hann er eldri. Daníel Tristan fær fær fleiri tækifæri (til að vinna titilinn). Ég meina, þetta verður mjög forvitnilegur leikur en ég vona að þeir standi sig vel.“ Hvem af sine to brødre ser Andri Gudjohnsen helst vinde Allsvenskan? Sveinn spiller for Elfsborg og Daniel for Malmö, som mødes til kampen om det svenske mesterskab på søndag kl. 15 Se guldkampen på Eurosport 2 og uden afbrydelser på discovery+ pic.twitter.com/p8jRhqSyHv— discovery+ sport (@dplus_sportDK) November 10, 2023 Hinn 25 ára gamli Sveinn Aron hefur komið við sögu í öllum 29 leikjum Elfsborg á tímabilinu, skorað sex mörk og gefið eina stoðsendingu. Daníel Tristan er hins vegar aðeins 17 ára og hefur verið að glíma við meiðsli á þessari leiktíð. Hann hefur aðeins leikið einn leik með Malmö síðan hann gekk í raðir félagsins í apríl á þessu ári. „Litli bróðir minn hefur verið frá keppni vegna meiðsla undanfarið en Sveinn Aron er að spila með Elfsborg, ég vona að hann spili vel og svo sjáum við hvor stendur uppi sem sigurvegari,“ sagði Andri Lucas, sem leikur með Lyngby í Danmörku, að endingu.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjá meira