Pochettino vill að eigendur Chelsea opni veskið í janúar Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Chelsea á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Þrátt fyrir eða fúlgum fjár í alls 14 leikmenn síðasta sumar þá virðist leikmannahópur liðsins einkar illa samansettur og vill Mauricio Pochettino, þjálfari liðsins, að eigendur félagsins opni veskið í janúar. 11.12.2023 20:01
Rúmenía og Ungverjaland unnu leikina sem engu máli skiptu Rúmenía og Ungverjaland unnu leiki sína á HM kvenna í handbolta í dag. Sigrarnir skila þjóðunum þó ekki í 8-liða úrslit og enda þau bæði í 3. sæti í sínum riðlum. 11.12.2023 19:16
Fyrirliði Lyngby: Held þetta sé verst dæmdi leikur sem ég hef spilað Marcel Rømer, fyrirliði Íslendingaliðs Lyngby í knattspyrnu, var vægast sagt ósáttur eftir að liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar. Hann segir síðari leik liðsins gegn Fredericia þann verst dæmda á hans ferli en Lyngby missti mann af velli eftir 27 sekúndur. 11.12.2023 18:01
Lögmál leiksins um leikhlé LeBrons: „Hann er búinn að missa boltann“ Farið verður yfir leik Phoenix Suns og Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í Lögmál leiksins í kvöld. Lakers tók leikhlé undir lok leiks eftir að hafa misst boltann, að mati sérfræðinga þáttarins. 11.12.2023 17:30
Leik hætt eftir að stuðningsmaður lést í stúkunni Leik Granada og Athletic Bilbao í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, var hætt eftir að stuðningsmaður annars liðsins lést í stúku Nuevo Los Carmenes-leikvangsins á sunnudag. 11.12.2023 07:01
Dagskráin í dag: Íslendingaslagur í Þýskalandi Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 í dag. Við bjóðum upp á stórleik í þýsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Lögmál leiksins, GameTíví, Serie A og NHL. 11.12.2023 06:01
Tómas Valur með tilþrif umferðarinnar Tómas Valur Þrastarson átti tilþrif 10. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta að mati Stefáns Árna Pálssonar og sérfræðinga Körfuboltakvölds. Bestu 10 tilþrif 10. umferðar má sjá hér að neðan. 10.12.2023 23:31
Haukar og Valur í átta liða úrslit Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta með sjö stiga sigri á Ármanni í kvöld, lokatölur 74-67. Valur vann þá sigur á Breiðabliki. 10.12.2023 23:00
United horfir til bláa hluta borgarinnar í leit að nýjum miðjumanni Ef marka má fréttir enska götublaðsins The Sun þá er Kalvin Phillips, miðjumaður Englands- og Evrópumeistara Manchester City, efstu á óskalista Manchester United. 10.12.2023 22:31
Katalónía er hvít og rauð Girona gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona á útivelli í toppslag La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, í dag. Lokatölur 4-2 gestunum í vil. 10.12.2023 22:10
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Skoðun