Vilja vinna alla titla fyrir fráfarandi Klopp Liverpool er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Sparta Prag á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn Conor Bradley segir leikmenn liðsins vilja „vinna alla titla sem í boði eru,“ fyrir fráfarandi þjálfara félagsins, Jürgen Klopp. 15.3.2024 09:31
Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. 15.3.2024 09:00
Lék lengi á Englandi en er nú framkvæmdastjóri landsliðs sem hefur aldrei spilað Aðdáendur enskrar knattspyrnu muna ef til vill eftir Dave Kitson. Hann stóð upp úr þar sem um er að ræða einkar hávaxinn framherja með eldrautt hár ásamt því að hann spilaði með Íslendingaliðum. Kitson er nú tekinn við sem framkvæmdastjóri hjá smáríki í Eyjaálfu sem hefur aldrei spilað landsleik. 15.3.2024 08:30
Nærri sextíu fæðubótar-, næringarefnum og lyfjum dælt í undrabarnið á tveggja ára tímabili Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, hefur greint frá því að hin rússneska Kamila Valieva hafi fengið alls 56 mismunandi lyf, næringar- og fæðubótarefni á tveggja ára tímabili þegar hún var 13 til 15 ára gömul. 15.3.2024 08:02
Keppni tafðist eftir að býflugur gerðu atlögu að Alcaraz Heldur óvænt atvik átti sér stað í viðureign Carlos Alcaraz og Alexander Zverez í Indan Wells-mótinu í tennis sem fram fer í Kaliforníu. Býflugur töfðu keppni um tæplega tvær klukkustundir og var Alcaraz stunginn í ennið. 15.3.2024 07:30
Klaufalegar stafsetningarvillur á Kobe-styttunni Los Angeles Lakers heiðraði Kobe Bryant heitinn í síðasta mánuði með því að afhjúpa styttu af honum í treyju númer átta er hann gekk af velli eftir að skora 81 stig gegn Toronto Raptors árið 2006. Neðst á styttunni má finna stigayfirlit frá þessum fræga leik en þar má því miður finna nokkrar heldur klaufalegar stafsetningarvillur. 13.3.2024 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, íshokkí og Körfuboltakvöld Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. 13.3.2024 06:02
Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp. 12.3.2024 23:31
Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. 12.3.2024 22:55
Raya hetjan þegar Arsenal komst áfram eftir sigur í vítaspyrnukeppni Arsenal er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þökk sé David Raya, markverði liðsins, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni liðsins gegn Porto í kvöld. 12.3.2024 22:50