Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 22:55 Ronaldo klikkaði fyrir opnu marki. Yasser Bakhsh/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira
Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Sjá meira