Hergeir til Hauka Hergeir Grímsson er genginn til liðs við Hauka og mun spila með liðinu í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Frá þessu greindu Haukar á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag. 18.4.2024 20:30
Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan. 18.4.2024 20:22
Hákon Arnar lagði upp þegar Lille féll úr leik eftir vítaspyrnukeppni Hákon Arnar Haraldsson lagði upp annað mark Lille þegar liðið mætti Aston Villa í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Lille vann leikinn 2-1 og því þurfti að framlengja, þar sem ekkert var skorað þar var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Villa hafði betur. 18.4.2024 19:45
Arnar Freyr öflugur í góðum sigri Melsungen Arnar Freyr Arnarson skoraði fjögur mörk þegar Melsungen lagði Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeild karla í handbolta. 18.4.2024 19:36
Sveinn Andri samdi við Stjörnuna Sveinn Andri Sveinsson er genginn í raðir Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Olís-deild karla á næstu leiktíð. 18.4.2024 18:46
Dagskráin í dag: Risaleikir í Meistaradeildinni, úrslitakeppni kvenna í körfubolta og umspil NBA-deildarinnar Það er æsispennandi dagskrá framundan á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á háspennuleiki í Meistaradeild Evrópu, úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta og í umspili NBA-deildarinnar í körfubolta. 17.4.2024 06:01
Segir að nú sé komið að Mbappé Rio Ferdinand, fyrrverandi varnarmaður Manchester United og enska landsliðsins, telur að nú sé tími Kylian Mbappé í Meistaradeild Evrópu kominn. Lið Mbappé, París Saint-Germain, tryggði sér fyrr í kvöld sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 16.4.2024 23:00
Dortmund í undanúrslit í skemmtilegasta leik síðari ára Borussia Dortmund er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir einn sveiflukenndasta, og skemmtilegasta, leik síðari ára. 16.4.2024 21:20
Sjö mínútna kafli eyðilagði Evrópudrauma Börsunga París Saint-Germain vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Barcelona í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn í París 3-2 en hrun heimamanna í kvöld var með hreinum ólíkindum. 16.4.2024 21:05
Þór/KA fær Bryndísi á láni frá Íslandsmeisturum Vals Bryndís Eiríksdóttir mun leika með Þór/KA í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar. Hún kemur á láni frá Íslandsmeisturum Vals. 16.4.2024 19:30