Systurfélag Man City komið með sama styrktaraðila og stóri bróðir Spænska efstu deildarliðið Girona hefur tilkynnt flugfélagið Etihad Airways sem aðal styrktaraðila félagsins næstu þrjú árin. Etihad Airways er einnig framan á treyjum Manchester City en bæði félög eru í eigu City Football Group. 28.5.2024 21:46
Markvarðamartröð KR: „Getur ekki barist um titla þegar markverðirnir gefa trúðamörk“ Lið KR í Bestu deild karla í fótbolta hefur til þessa notað þrjá markverði í deild og bikar. Allir hafa gerst sekir um mistök á einhverjum tímapunkti þó spjótin beinist helst að Guy Smit, aðalmarkverði liðsins. Markmannsvandræði KR voru meðal þess sem var rætt í Stúkunni þegar 8. umferð var gerð upp. 28.5.2024 21:00
Martin og félagar töpuðu fyrsta leik undanúrslitanna Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín máttu þola tap gegn Chemnitz í fyrsta leik undanúrslita þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. 28.5.2024 20:46
Elías Már skoraði tvívegis og sæti í efstu deild blasir við Elías Már Ómarsson kom inn af bekknum og skoraði tvívegis þegar NAC Breda lagði Excelsior 6-2 í umspili um sæti í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Um var að ræða fyrri leik liðanna. 28.5.2024 20:15
Toppbaráttan fjarlægur draumur eftir tap gegn meisturunum Elfsborg, silfurlið sænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð, mátti þola 2-1 tap gegn meisturum Malmö í kvöld. Tapið þýðir að þó aðeins séu 12 leikir búnir þá er toppbaráttan svo gott sem úr sögunni í ár. 28.5.2024 19:15
Tryggvi Þórisson sænskur meistari með Sävehof Sænska handknattleiksliðið Sävehof er meistari eftir fimm marka sigur á Ystad í fjórða leik liðanna í úrslitum sænsku efstu deildar karla í handbolta. Tryggvi Þórisson leikur með Sävehof. 28.5.2024 18:31
Telur að Orri Steinn fái enn stærra hlutverk í Kaupmannahöfn Farzam Abolhosseini er vanalega með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum leikmanna í efstu deild Danmerkur í fótbolta. Hann segir ekkert til í því að Atalanta frá Ítalíu sé í þann mund að kaupa íslenska framherjann Orra Stein Óskarsson frá FC Kaupmannahöfn. 28.5.2024 17:45
Ætlar að spila á ný þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr Kristoffer Olsson, leikmaður Danmerkurmeistara Midtjylland, segist ætla að spila fótbolta á nýjan leik þrátt fyrir að hafa verið við dauðans dyr fyrr á þessu ári. 28.5.2024 07:00
Dagskráin í dag: Verður Minnesota sópað úr leik? Dallas Mavericks getur sópað Minnesota Timberwolves úr leik í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í kvöld. Það er það helsta sem ber að nefna í dagskrá Stöðvar 2 Sport en alls eru fjórar beinar útsendingar í dag. 28.5.2024 06:00
Orri Steinn fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson fullkomnaði dag ungs stuðningsmanns FC Kaupmannahafnar þegar hann hljóp til hans eftir leik helgarinnar til að gefa drengnum treyjuna sína. 27.5.2024 23:00