Ein leið til að verjast Kyrie Irving: „Biðja“ Jrue Holiday, einn af máttarstólpum Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta, sagði aðeins eitt í stöðunni þegar þú verst gegn Kyrie Irving, leikmanni Dallas Mavericks. Það er að leggjast á bæn og vona það besta. 6.6.2024 12:01
Ótrúlegt gengi Scott í hættu og eina sem hann getur gert er að bíða Adam Scott er ef til vill ekki nafn sem íþróttaunnendur almennt kannast við en fólk sem fylgist vel með golfi hefur eflaust heyrt nafnið enda hefur kylfingurinn ekki misst af risamóti síðan árið 2001. Hann hefur tekið þátt á 91 móti í röð en ótrúlegt gengi hans er nú í hættu. 6.6.2024 11:30
Leikmannasamtök ensku úrvalsdeildarinnar beita sér gegn eyðsluþaki Fundur eiganda liða í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta fer fram síðar í dag. Þar er talið næsta víst að kosið verði gegn hugmynd um eyðsluþak en sú umræða kom upp á dögunum. 6.6.2024 11:00
Yngst á þessari öld til að komast í undanúrslit Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul. 6.6.2024 10:31
Maddison fer ekki með Englandi á EM James Maddison, miðvallarleikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki í flugvélinni þegar enska landsliðið heldur til Þýskalands á Evrópumót karla í knattspyrnu sem þar fer fram frá 19. júní til 14. júlí næstkomandi. 6.6.2024 09:30
Uppselt á leik Englands og Íslands á Wembley England mætir Íslandi í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Leikurinn fer fram á hinum fornfræga Wembley-leikvangi og er uppselt á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. 6.6.2024 07:30
Í sex ára keppnisbann og heimsmetið talið ólöglegt Rhonex Kipruto frá Kenía hefur verið dæmdur í sex ára keppnisbann vegna misræmis í blóðsýnum. Segir heiðarleikadeild frjálsra íþrótta (Athletics Integrity Unit) að því sé staðfest að Kipruto hafi gerst sekur um svindl. Heimsmetið sem hann setti árið 2020 gildir því ekki. 6.6.2024 07:01
Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer af stað Fyrsti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildar karla í körfubolta hefst í kvöld. Má búast við hörkuskemmtun þar sem Boston Celtics mæta Dallas Mavericks. 6.6.2024 06:01
Spilaði í NBA en mun nú keppa í strandblaki á Ólympíuleikunum Chase Budinger spilaði sjö ár í NBA-deildinni í körfubolta er er nú á leið til Parísar þar sem Ólympíuleikarnir fara fram til að keppa í strandblaki. Hinn 36 ára gamli Budinger spilar með Miles Evans en þeir tryggðu sér sæti á leikunum í dag, miðvikudag. 5.6.2024 23:31
KR og FH án lykilmanna í næstu umferð Ef til vill finnur Gregg Ryder lausn á varnarvandræðum KR-liðsins í næstu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Miðvarðarpar liðsins, Finnur Tómas Pálmason og Axel Óskar Andrésson, verður í leikbanni þegar KR-ingar sækja ÍA heim þann 18. júní næstkomandi. 5.6.2024 22:45