Loka sundhöllinni vegna skorts á leiðbeinendum Sundhöll Seyðisfjarðar er lokuð tímabundið vegna þess að sumarstarfsmenn sem hafa hug á að starfa í sundlauginni þurfa að fara á námskeið fyrir laugarverði. 2.7.2024 14:53
87 talin af vegna troðnings Minnst 87 krömdust til bana í troðningi á hindúískri helgiathöfn sem fór fram í Uttar Pradesh-ríki á Indlandi í dag. Troðningurinn átti sér stað í þorpi um 200 kílómetrum suðaustur af Nýju-Delí. 2.7.2024 13:35
Tengja síðustu 102 þorp landsins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir ríkið munu koma að því að ljósleiðaratengja rúmlega 102 litla þéttbýliskjarna um land allt. Með þessu muni hvert einasta lögheimili á Íslandi vera tengt ljósleiðara og því njóta öflugrar nettengingar. 2.7.2024 12:09
Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. 2.7.2024 11:52
Allt að fimmtíu prósent aukning tilfella alvarlegrar ókyrrðar Loftslagsbreytingar verða þess valdandi að tilfellum ókyrrðar í háloftunum fjölgar. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.is í samtali við fréttastofu. Hækkandi hitastig í veðrahvolfinu, neðra hluta lofthjúpsins, hefur þau áhrif að kólnar í heiðhvolfinu og hitamunurinn veldur aukinni ókyrrð. 2.7.2024 11:25
Íslendingar tapi hundruðum milljóna á ári til netsvikahrappa Stefán Örn Arnarson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir Íslendinga tapa hundruðum milljóna á ári hverju á fjársvikum sem eiga sér stað yfir netið. Hann segir netsvik vera stóran iðnað á Íslandi og að hann sé að stækka ört. 1.7.2024 17:06
Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. 1.7.2024 15:43
Samkeppnin harðnar í íslenska veðmálaheiminum Daði Laxdal Gautason, fyrrverandi svæðisstjóri íþróttaveðbankans Coolbet á Íslandi, er tekin við taumunum hjá nýjum veðbanka sem ber nafnið Epicbet. Síðan er í eigu eistneska fyrirtækisins SISU Tech sem var stofnað af starfsmönnum Coolbet í kjölfar sölu þess. 1.7.2024 15:27
Þúsundir ferðamanna á dag streyma til Ísafjarðar Stöðugur straumur ferðamanna er til Ísafjarðar á hverjum degi með skemmtiferðaskipum. Í hverri viku yfir sumartímann koma þúsundir til bæjarins og á morgun er búist við því að sjö þúsund manns leggi land undir fót á eyrinni. 1.7.2024 13:21
Hundruð freista þess að gera góð kaup í Nexus Hundruð manna hafa gert sér ferð í sérvöruverslunina Nexus í morgun þar sem blásið var til hinnar árlegu sumarútsölu verslunarinnar. Myndarleg röð var við inngang verslunarinnar í Glæsibæ þegar hún var opnuð klukkan tíu og yfir tvö hundruð manns komu í verslunina á innan við tuttugu mínútum til að gera góð kaup. 1.7.2024 11:06