Alvotech reiknar með tíföldum tekjum Alvotech reiknar með að heildartekjur annars ársfjórðungs verði á bilinu 196 til 201 milljón dala. Áætlaðar heildartekjur á fyrri helmingi ársins eru þá 233 til 238 milljónir dala sem eru um tífaldar tekjur sama tímabils í fyrra. 1.7.2024 10:05
Tíu ára stúlku vísað úr strætó Tíu ára dóttir Ágústu Nielsen lenti í því leiðinlega atviki í síðustu viku að vera vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist tilefnislausu. Ágústa veltir því fyrir sér hvort atvikið hafi verið tengt kynþætti dóttur hennar en faðir stúlkunnar er af erlendu bergi brotinn. 29.6.2024 09:27
Arion banki greiði Seðlabankanum 585 milljónir Arion banki hefur gert sátt við Seðlabanka Íslands og verður gert að greiða sekt að fjárhæð 585 milljóna króna ásamt því að skuldbinda sig til úrbætur vegna brota gegn lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 28.6.2024 16:40
Flug frá Keflavík til Köben taki styttri tíma en meðaltími nauðgunar Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segist sitja upp með afleiðingar þess að lögregla hafi ekki sinnt rannsóknarskyldum sínum þegar hún varð fyrir grófu kynferðisbroti í eigin afmælisveislu. Hún segir meðaltíma sem kynferðisofbeldi standi yfir um fjórar og hálf klukkustund. 28.6.2024 15:47
Ferðamenn lentu í vandræðum á bíl keyrðum 250 þúsund kílómetra Kanadísk hjón á ferð um landið lentu í hættu við akstur í rigningu á Vestfjörðum þegar bílaleigubíll sem þau höfðu leigt flaut upp og lét ekki að stjórn. Eyþór Eðvarðsson var staddur á sama hóteli og þau og heyrði þau útundan sér ræða bílavandræði sín. Í ljós kom að dekkin á bílnum voru handónýt og auk þess hafði bíllinn verið ekinn tæplega 250 þúsund kílómetra. 28.6.2024 14:21
Banaslys á byggingarsvæði á Akranesi Banaslys varð á byggingarsvæði á Akranesi þann tólfta júní síðastliðinn. Karlmaður á sextugsaldri var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 23. júní síðastliðinn. 28.6.2024 13:34
„Þetta er ekkert ódýrt, við tökum alveg undir það“ Hilmar Stefánsson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segist taka undir með netverjum sem héldu því fram að verðlag strætóferða á landsbyggðinni væri of hátt. Hann segir að landsbyggðarferðir séu ekki ódýrar og að verðlagningarkerfi Vegagerðarinnar sé í heildarendurskoðunarferli. 28.6.2024 11:35
Sofnaði eftir fjórtán mínútna akstur og olli banaslysi Erlend kona á ferð um landið lést í alvarlegu umferðarslysi á Snæfellsnesvegi norðan Hítarár þegar þegar annar erlendur ferðamaður sem ók Nissan-bifreið úr gagnstæðri átt sofnaði við akstur, ók yfir á rangan vegahelming og framan á húsbílinn. 28.6.2024 10:38
Hækka fargjöld í strætó Ný gjaldskrá tekur gildi hjá Strætó þann fyrsta júlí næstkomandi og nemur hækkunin á stökum fargjöldum 3,2 prósentum og á tímabilskortum 3,85 prósentum. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða þúsund krónur. 28.6.2024 10:02
Dýrara að taka strætó til Hornafjarðar en að fljúga til Parísar Að komast til Hafnar í Hornafirði frá Reykjavík í strætó kostar tæpar sautján þúsund krónur en það er í mörgum tilfellum dýrara en að fljúga erlendis, stundum yfir langar vegalengdir. 28.6.2024 09:11