Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Handritaskipti á sýningunni Heimur í orðum í Eddu verða á morgun og ný handrit munu líta dagsins ljós. Næstu þrjá mánuði verður Trektarbók Snorra-Eddu til sýnis en hún er komin til landsins eftir fjögur hundruð ára útlegð í Hollandi. Hún er einnig um margt áhugaverð. Hún er talin fornlegasta handrit Snorra-Eddu þó hún sé yngsta handritið meginhandrita Eddunnar. 11.8.2025 17:25
Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Spænska lögreglan gerði rassíu í tveimur andlegum athvörfum í austurhluta Spánar. Lögregla handtók þrjá og lagði hald á ellefu lítra af ayahuasca, 117 Sanpedrókaktusplöntur og nokkrar flöskur af froskaeitri. Öll eru þetta efni sem hafa ofskynjunaráhrif. Athvörfin græða á tá og fingri með því að selja „stjarnferðalög.“ 11.8.2025 15:28
Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Anas al-Sharif, fréttamaður Al Jazeera sem var tekinn af lífi í loftárás Ísraelshers í gær, er sagður hafa framleitt sjónvarpsefni fyrir Hamas áður en yfirstandandi stríð hófst. 11.8.2025 13:50
Engin byssa reyndist vera í bílnum Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa. 11.8.2025 11:20
Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Ferðamaðurinn sem lést eftir að hafa stokkið ofan í Vestari-Jökulsá í Skagafirði á föstudaginn var Bandaríkjamaður á sextugsaldri. 11.8.2025 10:46
Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur undir listamannanafni sínu Mugison, og Rúna Esradóttir gengu í það heilaga í gær við fallega athöfn sem fór fram utandyra. Þau voru vígð í viðurvist foreldra og systkina. 10.8.2025 23:16
Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Tveir fréttaritarar Al-Jazeera og þrír myndatökumenn voru drepnir í loftárás Ísraelshers í dag. Þeir dvöldu í tjaldi ætluðu fréttamönnum við Al-Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg. Ísraelsher segir annan blaðamannanna hafa verið Hamasliði. 10.8.2025 23:00
Sæti Artúrs logar Sinueldur kviknaði á Sæti Artúrs, fjallinu sem gnæfir yfir Edinborg, í dag. Fjallið er vinsæll áfangastaður ferðamanna og borgarbúa á hlýjum sumardögum en í dag sást login og reykstrókarnir um alla borgina. 10.8.2025 22:12
Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli varar ferðalanga við svelgi skammt rétt við gönguleiðina yfir Fimmvörðuháls. Nánar tiltekið er svelgurinn í gilinu sunnan við Fimmvörðuskála. 10.8.2025 21:50
Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. 10.8.2025 21:04