Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar á Suðurlandsvegi við Lómagnúp á ellefta tímanum. Í dag. Annar bíllinn valt á hliðina. 13.4.2025 11:22
Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Betur fór en á horfðist þegar eldur kom upp í Bónus í Fitjum í Reykjanesbæ um eittleytið í dag. Eldurinn kom upp í kassa af pappadiskum í hillu í seilingarfjarlægð frá hylkjum af bútangasi og þvottaefni. 12.4.2025 16:51
„Vinnan er rétt að hefjast“ Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, segir árangur fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar merkjanlegan og brýnir fyrir flokksmönnum að þeir verði dæmdir af því hvernig gengur að sinna hagsmunum vinnandi fólks í raun. Hún flutti stefnuræðu í dag á landsfundi Samfylkingarinnar. 12.4.2025 16:19
Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á mesta forgangi á þriðja tímanum í dag vegna leka um borð í fiskibáti sem staddur var vestur af Akranesi. Sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar tók einnig þátt í viðbragðinu. 12.4.2025 15:32
Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Ökumaður var handtekinn um hálf sjö í morgun eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á Skarphéðinsgötu í miðborg Reykjavíkur með þeim afleiðingum að hún endaði á hliðinni. 12.4.2025 14:55
Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Kröftugir vindar í norðanverðu Kína hafa valdið miklu tjóni og er fólk sem er léttara en fimmtíu kíló hvatt til þess að halda sig innandyra til að fjúka ekki. 12.4.2025 14:00
Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Ljót skemmdarverk voru unnin á Jónshúsi í skjóli nætur. Óprúttinn aðili útkrotaði veggi hússins sem var eitt sinn heimili Jóns Sigurðssonar og er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn. 12.4.2025 11:54
Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Maður á þrítugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli á fimmtudaginn með kókaín í farangri sínum en hann kom með flugi frá Spáni. Sama dag var maður á nítjánda aldursári handtekinn af sama tilefni. 12.4.2025 11:15
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30.3.2025 00:00
Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru boðaðar út síðdegis í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi. 29.3.2025 22:38
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið