Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru boðaðar út síðdegis í dag eftir að aðstoðarbeiðni barst frá hópi skíðafólks á leið yfir Eyjafjallajökul að Fimmvörðuhálsi. 29.3.2025 22:38
Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Sextán ungir skátar voru sæmdir forsetamerkinu á Bessastöðum í dag. Halla Tómasdóttir forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi en hún veitti forsetamerkið í fyrsta sinn í dag. 29.3.2025 22:29
Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan. 29.3.2025 21:15
Hestar á vappi um Kórana Sjö lausir hestar sáust á vappinu um Vallakór í Kópavogi síðdegis í dag. Íbúi í hverfinu kom að þeim þar sem þeir bitu gras á umferðareyju og spásseruðu um bæinn. 29.3.2025 18:54
Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Tilkynnt var um að ungmenni hefði framið rán og líkamsárás í miðborginni í dag. Lögregla segir málið til rannsóknar. 29.3.2025 18:27
Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Danir mótmæltu ásælni Bandaríkjanna í Grænland fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn í dag, og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins segir um skrítna tíma að ræða fyrir grænlensku þjóðina, og að þögn annarra ríkja um framgöngu Bandaríkjanna komi á óvart. 29.3.2025 18:06
Mette Frederiksen heldur til Grænlands Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns. 29.3.2025 17:35
Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn. 28.3.2025 23:25
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28.3.2025 22:07
Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Formaður utanríkisnefndar Alþingis segir stefna íslenskra stjórnvalda þegar kemur að ítrekuðum hótunum Bandaríkjaforseta um innlimun Grænlands skýra. Ekkert um Grænlendinga án Grænlendinga. Ísland eigi allt sitt undir að sjálfsákvörðunarréttur ríkja sé virtur. 28.3.2025 21:17
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið