„Mikilvægt skref“ að veita Bandaríkjunum aðgang að dönskum herstöðvum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Dani hafa stigið mikilvægt og jákvætt skref fyrir Atlantshafsbandalagið með því að lögleiða samning við Bandaríkin sem veitir þeim nær óhindraðan aðgang að dönskum herstöðvum. 12.6.2025 12:08
Bjössi í Mínus er ný rödd Sýnar Leikarinn Björn Stefánsson er ný rödd Sýnar. Hann mun því tala fyrir vörumerkið í auglýsingum, dagskrártilkynningum og símasvara fyrirtækisins. Hann tekur við hlutverkinu af sjálfum Björgvini Halldórssyni og því feta í ansi stór fótspor. 12.6.2025 10:32
SVEIT kærir dagsektir Samkeppniseftirlitsins Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) mun kæra ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um álagningu dagsekta. Engar sektir verða lagðar á SVEIT þar til niðurstaða áfrýjunarnefndar liggur fyrir um skyldu SVEIT til afhendingar gagna. 12.6.2025 09:17
Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á ofsahraða, lenti á afleggjara, kastaðist yfir hann og stöðvaðist utan vegar eftir rúma fimmtíu metra. Ökumaður og farþegi létust af völdum fjöláverka en samkvæmt gögnum úr árekstrareftirlitskerfi var bíllinn á 201 kílómetra hraða þegar slysið varð. 12.6.2025 08:48
Hefja söfnun fyrir geðheilbrigðisúrræði í minningu Bryndísar Klöru Vitundarvakningu og söfnun fyrir Bryndísarhlíð, nýja þjónustumiðstöð og geðheilbrigðisúrræði fyrir börn og ungmenni sem hafa orðið fyrir ofbeldi, var ýtt úr vör í Iðnó í gær. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands flutti ávarp við tilefnið en hún er jafnframt verndari Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. 12.6.2025 07:49
Starbucks frestar opnun fram í lok sumars Opnun kaffihúsa Starbucks á Íslandi hefur verið frestað fram í ágúst. Framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi segir ástæðu tafanna vera seinagangur við leyfisveitingar. Ný reglugerð borgarinnar um hollustuhætti hafi tafið ferlið enn frekar. 12.6.2025 07:07
Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. 12.6.2025 06:51
Tveir sjúkrabílar kallaðir út vegna bílslyss við Mjódd Tveir sjúkrabílar eru á vettvangi á gatnamótum Stekkjarbakka og Breiðholtsbrautar eftir að tveir bílar skullu saman. 9.6.2025 16:24
Newsom ætlar að kæra Trump Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, ætlar að höfða mál á hendur ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles án þess að ráðfæra sig við sig. Hann segir forsetann „farinn af hjörunum.“ 9.6.2025 15:51
Sóttu veikan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna veikinda um borð í fiskipskipi um hundrað sjómílum vestur af Snæfellsnesi. Einn var sóttur og fluttur á sjúkrahús. 9.6.2025 15:08