Hraun mjakast yfir varnargarð Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er. 27.4.2024 13:49
Þingmaður hleypti af skoti fyrir utan skemmtistað Timo Vornanen, þingmaður Sannra Finna, var handtekinn og er grunaður um að hafa hleypt af skoti í götuslagsmálum sem brutust út í miðborg Helsinki aðfaranótt föstudags. 27.4.2024 13:07
Útlagar spreyjaðir gylltir Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. 25.4.2024 16:52
Helga Þórisdóttir komin með lágmarksfjölda meðmæla Helga Þórisdóttir er komin með lágmarksfjölda í meðmælasöfnun fyrir framboð sitt til forseta Íslands. Þessu greinir hún frá í tilkynningu. 25.4.2024 14:50
Sinueldur í Reykjanesbæ Sinueldur logar í Grænásbrekku í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn eru á vettvangi og gengur vel að ná tökum á brunanum. 25.4.2024 14:27
Logi Geirs og Inga Tinna eiga von á barni Logi Geirsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, og Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri Dineout eiga von á barni. 25.4.2024 13:52
Dómi Harvey Weinstein snúið við Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð. 25.4.2024 13:43
Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. 25.4.2024 13:33
Seltjarnarnesbær gengur frá sölu á Safnatröð Seltjarnarbær hefur gengið frá sölu á fasteigninni Safnatröð 1 þar sem hjúkrunarheimilið Seltjörn er til húsa. Kaupandinn er félagið Safnatröð slhf. sem er í eigu innviðasjóðsins Innviðir fjárfestingar II slhf. en hann er í eigu lífeyrissjóða. 25.4.2024 13:07
Heimsmet Japanans gildir ekki 291 meters skíðastökk Japanans Ryoyu Kobayashi í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær verður ekki skráð sem heimsmet þó að það hafi verið lengra en gildandi heimsmet. Alþjóðaskíðasambandið segir stökkið ekki hafa uppfyllt skilyrði þess. 25.4.2024 10:54