Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Íslenska landsliðskonan Selma Sól Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning hjá norska félaginu Rosenborg. Miðjumaðurinn hefur spilað lítið á þessu ári en nú lítur allt bjartara út hjá þessum kraftmikla og baráttuglaða leikmanni. 12.12.2025 13:00
Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Wayne Rooney, fyrrverandi framherji enska landsliðsins og goðsögn hjá Manchester United, segist hafa fengið líflátshótanir þegar hann fór frá uppeldisfélagi sínu Everton til United. 12.12.2025 11:31
Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ Bandaríski landsliðsframherjinn Lynn Williams heitir ekki lengur Lynn Williams. Hér eftir mun standa á treyju hennar Biyendolo. 12.12.2025 11:03
„Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Margt hefur breyst á stuttum tíma hjá Íslandsmeisturum Víkings eins og kemur fram í nýju viðtali við markahæsta leikmann félagsins frá upphafi. 12.12.2025 10:30
Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur. 12.12.2025 09:02
„Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Goðsögn úr ensku úrvalsdeildinni er í horni Mohamed Salah í deilu egypska framherjans við knattspyrnustjóra Liverpool, Arne Slot. 12.12.2025 08:31
Kærasta Haaland hefur fengið nóg Kærasta Erlings Braut Haaland hefur fengið sig fullsadda á einu í hans fari. Norski framherjinn horfir á allt of mikinn fótbolta fyrir hennar smekk. 12.12.2025 07:32
Girti niður um liðsfélagann í markafagni Kieran Morgan var hetja Queens Park Rangers í ensku B-deildinni í dramatískum sigri á Íslendingaliðinu Birmingham í vikunni. 12.12.2025 07:06
Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Aðeins tveimur mánuðum fyrir Vetrarólympíusleikana lenti ein stærsta svissneska alpastjarnan í alvarlegu slysi á æfingu. 12.12.2025 06:31
Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Oklahoma City Thunder er í svaka ham í titilvörn sinni í NBA-deildinni í körfubolta. Þeir hafa unnið 24 af fyrstu 25 leikjum sínum á þessu tímabili. 11.12.2025 15:31