Stúlka á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30.8.2024 15:40
Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr Svörtu söndum 2 Fyrsta stiklan úr annarri seríu af Svörtu söndum sem sýnd verður á Stöð 2 í haust er komin í loftið á Vísi. Um er að ræða beint framhald af fyrri þáttaröð. Þráðurinn verður tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina á Svörtu söndum sem þjóðin fylgdist æsispennt með. 30.8.2024 14:05
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30.8.2024 13:05
Fallist á kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglustjórans á Austurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Krafan nær til 6. september næstkomandi. 30.8.2024 11:05
Norska pressan í sárum Norska pressan er í sárum en stærsta brúðkaup ársins fer fram í Noregi á morgun þegar konunglegt brúðkaup prinsessunnar Mörthu Louise og hins bandaríska Shaman Durek Verrett fer fram í Álasundi. Ástæður þessa eru að ljósmyndaréttur af brúðkaupinu hefur verið seldur til götublaðanna Hello Magazine og Hola í Bretlandi og á Spáni. 30.8.2024 10:55
Ótrúlega slakandi raftónlistarhátíð í fimmtánda skiptið Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival fer fram í fimmtánda skiptið í Reykjavík í næstu viku. Pan Thorarensen hefur staðið að hátíðinni frá upphafi sem fyrst var haldin á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls, síðan í Berlín og svo loksins í Reykjavík. 30.8.2024 09:30
Altjón eftir eldsvoða í Efstadal: Íbúar fundu reykjarlykt um miðja nótt Altjón varð á fimm hundruð fermetra húsnæði í Efstadal I skammt frá Laugarvatni sem áður var fjós en var nú nýtt sem geymsla. Ekkert manntjón varð í eldinum og er ekki vitað um eldsupptök að svo stöddu. Íbúi sem fréttastofa ræddi við segir lykt af reyk hafa 30.8.2024 09:13
Lymskuleg skot Love Island stjörnu Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. 29.8.2024 16:34
Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. 29.8.2024 15:05
Sver af sér ásakanir um framhjáhald Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig. 29.8.2024 13:35