„Fróðlegt að sjá hver viðbrögð matvælaráðherra verða“ Ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vekur gríðarlega athygli. Álitsgjafar á samfélagsmiðlum eru ýmist hvumsa yfir ákvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra. 10.10.2023 14:13
Óveðrið byrjað og bílar fastir Björgunarsveitir eru byrjaðar að finna fyrir veðrinu. Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á Norðurlandi og gular viðvaranir annars staðar á landinu, utan höfuðborgarsvæðisins. 10.10.2023 12:08
„Þetta er rétt ákvörðun“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist telja ákvörðun Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að segja af sér sem fjármálaráðherra vera rétta. Hún segir ákvörðunina hafa komið sér á óvart. 10.10.2023 11:42
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10.10.2023 10:47
Bjarni ekki hæfur til að samþykkja sölu Íslandsbanka Umboðsmaður Alþingis telur Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, ekki hafa verið hæfan þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um sölu á Íslandsbanka, í ljósi þess að einkahlutafélag föður hans var á meðal kaupenda að 22,5 prósenta hlut. 10.10.2023 10:02
Þreytt á Krambúðinni í anddyri Vestfjarða Sveitarstjóri Dalabyggðar segist vera ósáttur við svör Samkaupa um rekstur verslunar í Búðardal. Sveitarstjórn hefur skorað á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. Forsvarsmenn Samkaupa segja reynsluna kenna þeim að ekkert nema tap fáist af slíkum rekstri. Þeir ætla samt að funda með sveitarstjórn á miðvikudag. 10.10.2023 06:45
Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið . 9.10.2023 22:00
Leit að Sigurveigu lokið Leit að Sigurveigu Steinunni Helgadóttur er lokið. Hún hefur sjálf látið vita af sér. Þetta staðfestir bróðir hennar, Þorvaldur S. Helgason. 9.10.2023 16:35
Fleiri með Play í september en á sama tíma í fyrra Aukning varð á fjölda farþega sem ferðuðust með flugfélaginu Play í september í samanburði við sama mánuð í fyrra. Félagið flutti 163,784 farþega í september, sem er 77 prósenta aukning frá september 2022 þegar PLAY flutti 92.181 farþega. 9.10.2023 13:34
Appelsínugular viðvaranir og samgöngutruflanir líklegar Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun á Norðurlandi eystra og Norðurlandi vestra og verða gular veðurviðvaranir í gildi á landinu öllu. Veður skánar ekki fyrr en á miðvikudag í sumum landshlutum. 9.10.2023 13:17