Kristín Soffía til RARIK RARIK hefur ráðið til sín Kristínu Soffíu Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra Þróunar og framtíðar RARIK. Um er að ræða nýja stöðu samkvæmt nýju skipulagi RARIK sem tók gildi 1. október síðastliðinn. 27.11.2023 11:47
Skerða orku til fiskverkunar og gagnavera Landsvirkjun hefur tekið ákvörðun um að skerða orku til fiskimjölsverksmiðja, fiskþurrkana og gagnavera sem stunda rafmyntagröft. Þetta kemur fram í tilkynningu, þar segir að afhending á víkjandi orku verði stöðvuð frá og með 1. desember og verði í gildi þar til miðlunarstaða hafi batnað. 27.11.2023 09:58
Segir Alþingi „nánast lamað“ Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harkalega í dag fyrir aðgerðarleysi. Þingmaður segir að Alþingi sé nánast lamað vegna óeiningar ríkisstjórnarflokkanna sem geti ekki komið sér saman um mikilvæg mál. 23.11.2023 22:30
Óttuðust að ný gervigreind gæti ógnað mannkyninu Starfsmenn bandaríska tæknifyrirtækisins OpenAI sem sérhæft hefur sig í gervigreind, eru sagðir hafa viðrað áhyggjur sínar af nýrri gervigreind sem fyrirtækið var að vinna að áður en Sam Altman, forstjóri þess var látinn fjúka. 23.11.2023 22:08
Sá sem er grunaður um stunguárásina fékk átta ára dóm í fyrra Maðurinn sem er grunaður um að stinga samfanga sinn á Litla-Hrauni í dag hlaut í lok síðasta árs átta ára fangelsisdóm fyrir skotárás í miðbæ Reykjavíkur. Hann heitir Ingólfur Kjartansson og er rúmlega tvítugur. 23.11.2023 19:56
Íbúar í Grindavík fá rýmri heimildir á morgun Íbúum í Grindavík verður leyft að fara á fólksbílum inn í bæinn á morgun til að sækja verðmæti. Þá verða sendibílar og aðrir bílar allt að 3,5 tonn í heildarþyngd og kerrur auk þess leyfðar. Þá verður ekki haldinn upplýsingafundur almannavarna á morgun. 23.11.2023 19:15
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Grindavíkingar fengu í fyrsta sinn frá rýmingu að fara frjálsir inn í bæinn í dag. Fjöldi fólks mætti til þess að bjarga eigum sínum, sumir til að sækja nokkra hluti en aðrir sóttu búslóðina. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 kíkjum við til Grindavíkur, skoðum skemmdir í bænum og ræðum við íbúa. 23.11.2023 18:01
Strætisvagn á hliðina á þjóðveginum Strætisvagn fór á hliðina í kvöld á þjóðveginum á Norðurlandi vestra. 23.11.2023 00:20
Finnar loka landamærastöðvum við Rússland Finnsk yfirvöld hafa tilkynnt að þau muni loka öllum landamærastöðvum utan einnar við landamæri landsins að Rússlandi. Er um að ræða aðgerð til að stemma stigu við komu hælisleitenda. 22.11.2023 23:38
Vextir og verðbætur í Grindavík falla niður í þrjá mánuði Vegna náttúruhamfara og óvissuástands í Grindavík hafa Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var undirritað í dag, 22. nóvember. 22.11.2023 22:11
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun