Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð hjá Costco lækkaði í morgun í takti við innleiðingu kílómetragjalds. Athygli vekur að verðið lækkaði í tvígang og leit um tíma út fyrir að munurinn á milli Costco og annarra söluaðila yrði lítill sem enginn. Nú kostar lítrinn 171,1 krónu á bensíni og 193,3 krónur á dísel hjá Costco. Lækkunin nemur 36 prósentum. 2.1.2026 10:43
Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Bóndi í Grímsnes- og Grafningshreppi hvetur sumarbústaðaeigendur til þess að skjóta upp flugeldum frekar heima hjá sér heldur en út í sumarbústað. Hann segir óvenju mikið hafa verið skotið upp í sveitinni á Gamlársdag í ár með tilheyrandi eltingaleikjum við hrossin á bænum. 2.1.2026 09:57
Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni. 2.1.2026 09:23
Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Karlmaður fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 29.12.2025 16:09
Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Kolbrúnu Bergþórsdóttur blaðamanni, gagnrýnanda og pistlahöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Morgunblaðinu. Hún staðfestir þetta í samtali við Vísi. 29.12.2025 13:23
Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Það stefnir allt í það að desember á landsvísu komist á lista yfir þá allra hlýjustu en hitinn nú er samt nokkuð frá sögulega hlýjum desembermánuði árið 1933. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem segir desembermánuð 2025 líklega verða í þriðja til fjórða sæti yfir þá allra hlýjustu. Hitamet á Stykkishólmi megi teljast með stærstu veðurtíðindum ársins. 29.12.2025 11:50
Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Vísir tók saman lista með helstu áramótabrennum landsins, listinn er ekki tæmandi og tekur fréttastofa fagnandi ábendingum um brennur sem ekki eru á lista. 29.12.2025 11:22
Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Árleg Þorláksmessuveisla fór fram á Ölver í Laugardal í dag þar sem gestir streymdu að til þess að gæða sér á kæstri skötu, þó álitamál væri hve kæst hún ætti að vera. Fréttamaður fetaði í fótspor annarra fréttamanna fréttastofunnar í gegnum árin og gæddi sér á þeirri kæstu í fyrsta sinn. 23.12.2025 21:00
Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu. 23.12.2025 20:02
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. 22.12.2025 15:29