Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Lang­þreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“

Sóknarprestur í Seljakirkju í Reykjavík er langþreyttur á bílum sem eru skildir eftir á bílaplani við kirkjuna og eru gjarnan fullir af bensínbrúsum. Ekki er um að ræða eina dæmið um slíka bíla en á sama tíma hefur mikið borið á olíustuldi á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hafa fjórir bílar verið fjarlægðir af planinu undanfarinn mánuð.

Lauma sér inn í út­farir og senda kirkjuvörðum fingurinn

Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það.

Á­gengir ferða­menn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga

Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram.

Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg

Hundruðum lítra af díselolíu fyrir milljónir króna hefur verið stolið frá flutningafyrirtæki í borginni. Framkvæmdastjóri segist telja höfuðborgarsvæðið fullt af bílum stútfullum af stolnum bensín- og olíubrúsum, fjölmörg önnur fyrirtæki hafi lent í viðlíka þjófnaði. Lögregla náði þjófi í slíkum erindagjörðum glóðvolgum í Bústaðahverfi í nótt.

Gripinn glóð­volgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum

Óprúttinn þjófur var gripinn glóðvolgur af eiganda vörubíls í nótt í Bústaðahverfi í Reykjavík þar sem hann var í óðaönn við að stela díselolíu af bílnum. Fleiri nýleg dæmi eru um slíkan þjófnað en síðustu helgi var hundruðum lítra af olíu stolið á lóð flutningafyrirtækis. Lögregla segir of snemmt að segja til um hvort málin tengist en þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar.

Ættingjar að verða fyrir hrylli­legum ódæðum

Drúsar búsettir á Íslandi boðuðu síðdegis í dag til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Um er að ræða önnur mótmælin á þremur dögum en tilefnið eru blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli Drúsa og Bedúína. 

„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“

Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum.

HBO Max streymisveitan komin til Ís­lands

Bandaríska streymisveitan HBO Max er komin til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HBO Max á Norðurlöndunum. Streymisveitan er í eigu Warner Bros. Discovery.

Sjá meira