Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Íbúi í Sandgerði er langþreyttur á áreiti skólakrakka í smábænum. Tvær nætur í röð hefur verið barið á hurðina hjá honum seint um kvöld og segist hann auk þess hafa upplifað kynþáttafordóma af hálfu krakkanna. Athæfið segir hann vera komið af samfélagsmiðlinum TikTok. 8.10.2025 06:02
Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Arnór Sigurjónsson og Daði Freyr Ólafsson hafa stofnað hreyfingu sem ætlað er að leggja grunn að hreyfingu sem setji öryggi og framtíð Íslands í forgang. Hreyfingunni er ætlað að undirbúa stofnun íslensks hers og verða vettvangur umræðu, fræðslu og áhrifa á þjóðaröryggisstefnu. 7.10.2025 16:27
Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja Alþingi samþykkti nú síðdegis skýrslubeiðni Dags B. Eggertssonar þingmanns Samfylkingarinnar um að kortleggja eignarhald tuttugu stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og eigenda þeirra í atvinnulífi í óskyldum rekstri á Íslandi. Dagur greinir sjálfur frá þessu á samfélagsmiðlum. 7.10.2025 15:03
Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins. 7.10.2025 13:57
Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Snjór sést nú í Esjunni í fyrsta sinn í haust. Veðurfræðingur segir haustið hafa verið óvenjuhlýtt, allajafna sé hvítur toppur Esjunnar fyrr á ferðinni. Svalara loft yfir höfuðborgarsvæðinu er væntanlegt næstu tvo daga en svo hlýnar aftur um helgina. 7.10.2025 13:13
Strava stefnir Garmin Bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækið Strava hefur stefnt bandaríska íþrótta-og tæknifyrirtækinu Garmin sem lengi hefur verið samstarfsaðili þess og vill með því koma í veg fyrir að fyrirtækið selji flestar af nýjustu líkamsræktar-og hjólreiðagræjum sínum. 7.10.2025 09:38
Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Í enn eitt skiptið eru búningsklefar við Seljavallalaug fullir af rusli, gömlum sundfötum og matarumbúðum. Vegfarandi segist sjaldan hafa séð laugina í svo slæmu ásigkomulagi. Staðarhaldari segist langþreyttur á ástandinu, laugin hafi aldrei verið ætluð almennum sundgestum. 7.10.2025 06:00
Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Karlmaður var handtekinn aðfaranótt sunnudags fyrir stórfellda líkamsárás gegn konu í Dugguvogi í Reykjavík. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. 6.10.2025 15:04
Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Ísraelar hafa vísað Gretu Thunberg og 170 aðgerðarsinnum til viðbótar úr landi. Aðgerðarsinnarnir verða sendir til Grikklands og Slóvakíu. 6.10.2025 14:22
Farið yfir framboð hjá Miðflokknum Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. 6.10.2025 13:40