Fréttamaður

Oddur Ævar Gunnarsson

Oddur Ævar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Farið yfir fram­boð hjá Miðflokknum

Framboðsfrestur til embætta formanns, varaformanns og tveggja stjórnarmanna í Miðflokknum er runninn út. Landsþing flokksins fer fram næstu helgi á Hótel Hilton Reykjavík Nordica.

Gisèle Pelicot aftur í réttar­sal

Minna en ári eftir að dómur féll í máli Gisèle Pelicot þarf franska konan að mæta aftur í réttarsal en einn nauðgara hennar hefur áfrýjað málinu. Hann auk fimmtíu annarra voru dæmdir sekir fyrir að hafa brotið á Pelicot kynferðislega árin 2011 til 2020.

Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi.

Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Euro­vision

Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins segir Eurovision vera áróðursstökkpall fyrir ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú. Ísraelar hafi stundað áróðursherferð í 35 löndum í keppninni í ár til að tryggja árangur. Ísland geti dregið sig úr keppni jafnvel þó EBU ákveði að vísa Ísrael ekki úr keppni.

Sex slasaðir eftir á­rekstur á Jökul­dals­heiði

Bíl var ekið aftan á annan bilaðan sem stóð í vegkanti á Jökuldalsheiði í gær. Lögreglu var tilkynnt um óhappið skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi og segir hún í tilkynningu að þungbúið hafi verið á vettvangi og skuggsýnt.

Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn

Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína.

Nýsestur á skrif­stofunni þegar hann fékk bíl í flasið

Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega.

Gal­opnar sig og segist ætla að breyta hlutunum

Vilhjálmur Bretaprins segist ætla að breyta breska konungsveldinu þegar hann verður konungur. Þetta kemur fram í viðtali sem hann veitti kanadíska leikaranum Eugene Levy í Windsor-kastala fyrir sjónvarpsþáttaröðina The Reluctant Traveller sem er úr smiðju Apple TV+-streymisveitunnar.

Sjá meira