Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kynnti „ein­hverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í ára­tugi“

Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein.

„Þetta gæti bara byrjað hve­nær sem er“

Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september.

Málið ó­heppi­legt og mjög klaufa­legt

Stjórnsýslufræðingur segir bílamál Höllu Tómasdóttur vera óheppilegt og mjög klaufalegt fyrir verðandi forseta. Lykilmáli skipti að hjónin hafi ekki fengið nýjan Volvo-rafbíl á betri kjörum en almenningi býðst.

Mögu­lega mis­tök eins for­ritara

For­stjóri net­öryggis­fyrir­tækisins Syndis segir að stór­tækt hrun tölvu­kerfa í dag sé senni­lega stærsta tækni­á­fall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Um­hugsunar­vert sé að sam­fé­lög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hug­búnaði og mögu­lega hafi mis­tök eins starfs­manns haft keðju­verkandi á­hrif um allan heim.

Sá ekki fram á að geta lifað annað svona tíma­bil

Ekkja tónlistarmannsins Rafns Jónssonar, sem lést úr MND-sjúkdómnum árið 2004, segir að lyfið Tofersen sé byltingin sem hún hafi beðið eftir í hátt í fjörutíu ár. Það var henni gríðarlegt áfall þegar stjúpdóttir hennar greindist með sama sjúkdóm fyrir þremur árum en Tofersen-lyfið hefur glætt með þeim von um bjartari framtíð.

Sjá meira