Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 22:04 Formaður félags Fasteignasala vill breyta þeirri menningu sem hefur skapast á fasteignamarkaði hér á landi. Betra sé að fólk selji fyrst og kaupi svo í stað þess að kaupa með fyrirvara um sölu og enda mögulega í margra eigna keðju sem slitnar. Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Viðskipti erlent „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Sjá meira
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent