Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2025 22:04 Formaður félags Fasteignasala vill breyta þeirri menningu sem hefur skapast á fasteignamarkaði hér á landi. Betra sé að fólk selji fyrst og kaupi svo í stað þess að kaupa með fyrirvara um sölu og enda mögulega í margra eigna keðju sem slitnar. Langar fasteignakeðjur tefja fyrir fyrir viðskiptum á markaði og geta slitnað auðveldlega, enda eru dæmi um að sjö eða fleiri eignir séu á bak við eina sölu. Formaður Félags fasteignasala kallar eftir þjóðarátaki hjá kaupendum til að breyta markaðnum; selja fyrst, kaupa svo! Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Í Bítinu í gær greindi fasteignasali frá því að um helmingur allra fasteignakeðja á Íslandi slitni. Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, segir að seljendur ættu að búa sig undir að sölutíminn gæti orðið langur. „Það er ekkert óeðlilegt að það taki sex mánuði að selja, til dæmis, sérstaklega ef sölurnar hanga saman í keðjum.“ Fasteignakeðjur verða til þegar kaupendur gera kauptilboð með fyrirvara um sölu. Fjöldi eigna í keðju getur orðið ansi mikill. „Það geta verið alveg fimm til sjö eignir í keðjum sem hanga á einum tímapunkti saman. Einhver setur hús á sölu og annar aðili býður í þá fasteign með fyrirvara um sölu á sinni eign og síðan gengur það koll af kolli þannig að þá lengist mjög mikið í hlutunum þegar þetta fyrirkomulag er á markaðnum, að fólk festir sér fyrst fasteign og setur svo á sölu.“ Vonbrigðin taki síðan yfir þegar keðjan slitnar. „Fólkið sem er í þessum keðjum, það er að bíða og vona. Það er kannski búið að festa sér draumaeignina sína og svo gengur það ekki upp og það er búið að gefa þessu allan þennan tíma.“ Reglur Seðlabankans komi oft aftan að fólki Það sé algengt að regla Seðlabankans um 35 prósenta hámarkshlutfall af útborguðum launum komi aftan að fólki og setji keðjur í uppnám en prósentan er hærri hjá fyrstu kaupendum. „Það fer kannski í gegnum greiðslumat eða bráðabirgðagreiðslumat og það er ekki gert ráð fyrir þessari reglu og telur sig geta staðið við kaupin sem búið er að festa sig inn í en svo kemur á daginn að þetta gengur ekki upp. Ég myndi segja að þessi regla komi svolítið aftan að fólki, fyrst og fremst.“ Hún kallar eftir þjóðarátaki. Best sé að selja fyrst og kaupa svo. „Það þarf svolítið átak í þessu. Ég myndi segja að það sé pínu vandi sem hefur þróast hér á landi hvernig fyrirkomulagið er að fara alltaf hina leiðina.” Ef fólk sé hrætt við að selja ofan af sér án þess að vera búið að finna sér eign þá sé hægt að gera fyrirvara um kaup þegar eignin er sett á sölu.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Sjá meira
Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Páll Pálsson fasteignasali segir jafnvægi á fasteignamarkaði í dag. Það sé frábær tími fyrir kaupendur því það sé mikið framboð og verð hækki ekki það mikið milli mánaða. Íbúðir í eldri byggingum seljist betur en í nýbyggingum. Páll fór yfir stöðuna á fasteignamarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 15. september 2025 09:06