Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25.7.2023 12:04
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í Norðurhús Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið flytur í haust í framtíðarhúsnæði ráðuneytisins í Norðurhúsi við Austurbakka. Ráðuneytið mun þar deila húsnæðinu með utanríkisráðuneytinu og Landsbankanum. 25.7.2023 08:34
Skýjað í dag og súld norðaustanlands Það verður austan- og suðaustanátt með suðurströndinni í kvöld en norðaustlægari átt á norðvestanverðu landinu. Skýjað að mestu, súld úti við norður- og austurströndina og skúrir inn til landsins. Rigning með köflum sunnanlands í nótt og á morgun. 25.7.2023 08:14
Biskup endurráðinn af undirmanni sínum án vitundar kirkjuþings Framkvæmdastjóri Biskupsstofu réði yfirmann sinn, Agnesi M. Sigurðardóttur biskup, þann 1. júlí 2022 til að gegna embætti biskups tímabundið í 28 mánuði, eða til og með 31. október 2024. 25.7.2023 07:42
Eldur kviknaði í móttökustöð Terra í nótt Eldur kviknaði í móttökustöð Terra á Völlunum í Hafnarfirði í nótt og var allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu kallað út. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins og að koma í veg fyrir að hann breiddist til samtengdra bygginga. 25.7.2023 06:48
Hótaði að stinga vegfarendur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Þar bar líklega hæst ógnandi aðili sem hótaði að stinga fólk í miðborginni en lögreglan beitti piparúða til að yfirbuga hann. 25.7.2023 06:21
Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“ „Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn. 24.7.2023 12:50
Kröftugur skjálfti í Kötluöskju í gærkvöldi Stór skjálfti varð að stærð 3,5 í suðvestanverðri Kötluöskju um 23:17 í gærkvöldi. Fáeinir smáskjálftar fylgdu í kjölfarið. 24.7.2023 09:18
Björgunarsveitarmaður slasaðist við gosstöðvarnar Björgunarsveitarmaður velti fjórhjóli við gosstöðvarnar við Litla-Hrút í gærkvöldi. Hann var í kjölfarið fluttur með sjúkrabíl á Landspítalann. 24.7.2023 08:49
Hæglætisveður og dálítil væta í dag Hæglætisveður á landinu í dag, skýjað og sums staðar dálítil væta en skúrir á hálendinu og í innsveitum norðanlands síðdegis. Hiti er tíu til sautján stig en það verður heldur svalara á Austurlandi. 24.7.2023 08:23