Íslensk frumraun og Cannes-verðlaunahafi keppa um Gullna lundann Níu myndir keppa um Gullna lundan, aðalverðlaun RIFF, í ár. Meðal þátttakenda eru sigurvegarar á Cannes og Locarno en einnig er þar að finna fyrstu mynd íslenska leikstjórans Ninnu Pálmadóttur í fullri lengd. 24.9.2023 07:02
Nýkomin með leiðsöguhund og á leið í formannsslag Það er skammt stórra högga á milli hjá Rósu Maríu Hjörvar, bókmenntafræðingi og varaformanni Blindrafélagsins. Hún fékk nýlega leiðsöguhund í fyrsta skipti og er í framboði til formanns Öryrkjabandalags Íslands. 24.9.2023 00:19
Læknar sinntu hálsbrotinni risaeðlu og fótbrotnum Sonic Fjórar heilsugæslur á höfuðborgarsvæðinu, sem breytt hafði verið í bangsaspítala, önnuðu vart eftirspurn í dag þegar þangað streymdu misslasaðir bangsar og áhyggjufullir eigendur þeirra 23.9.2023 23:08
Færa borgurum Nagorno-Karabakh vistir eftir marga mánaða herkví Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Nagorno-Karabakh segja að verið sé að innleiða skilmála vopnahlés við Aserbaídsjan. Á sama tíma vinnur Rauði krossinn að því að færa fólki vistir og flytja særða á brott. 23.9.2023 22:25
Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. 23.9.2023 21:34
Vogar vilja ræða sameiningu og hin sveitarfélögin jákvæð Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að hefja samtal við nágrannasveitarfélög til að ræða mögulega sameiningarkosti. Bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar hafa tekið vel í frumkvæði Vogamanna. 23.9.2023 21:07
Trump og Stern í hár saman Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“. 23.9.2023 19:44
„Ég er búinn að vera á leiðinni í fimmtán ár“ Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, ákvað að slá til og gerast nýliði hjá björgunarsveitinni Ársæli. Í honum hefur lengi blundað björgunarsveitarmaður en það hefur aldrei gefist tími fyrr en nú. Þó það sé rólegt hjá Sigur Rós þessa dagana getur vel verið að hljómsveitin þvælist fyrir nýliðastarfinu. 23.9.2023 18:46
Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17.9.2023 22:30
Kennir sérvisku um þuklið og reykingarnar í leikhúsinu Fulltrúadeildarþingkonan Lauren Boebert kennir sérviskulegum persónuleika sínum um hegðun sína á leiksýningunni Beetlejuice í vikunni. Boebert og kærasta hennar var sparkað úr leikhúsi í Denver fyrir að reykja rafrettu og vera með háreysti. 17.9.2023 21:45