Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Endur­­bætur ýmist sagðar nauð­syn­legar eða skemmdar­­verk

Stefnt er að því að hefja fram­kvæmd­ir við inni­laug Sund­hall­ar Reykja­vík­ur um ára­mótin. Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið sem er komið til ára sinna ásamt því að gera sérstaka dýfingalaug fyrir stökkbrettin. Sérfræðingar segja framkvæmdir nauðsynlegar en fastagestur telur breytinguna skemmdarverk.

Fyrstu gælu­­dýr úkraínskra flótta­manna koma til landsins í dag

Tekið verður á móti tveimur hundum á nýrri einangrunarstöð Matvælastofnunar á Kjalarnesi í dag. Hundarnir tveir eru fyrstu gæludýrin í eigu flóttafólks frá Úkraínu sem tekið er á móti en von er á fleiri dýrum á komandi vikum. Þetta kemur fram í tilkynningu Matvælastofnunar í dag.

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?

Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.

Lofsyngur Britney þrátt fyrir að hafa ekki fengið boð í brúðkaupið

Lynne Spears, móður Britney Spears, var ekki boðið í brúðkaup dóttur sinnar sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir það fann hún sig knúna til að lofsyngja dóttur sína í ummælum undir Instagram-færslu Britney úr brúðkaupinu. Hvorki Jamie Spears, föður Britney, né Jamie Lynn Spears, systur hennar, var heldur boðið.

Bósi ljós­ár bannaður í Mið-Austur­löndum út af sam­kynja kossi

Ljósár, nýjasta myndin frá Disney um Bósa ljósár, hefur verið bönnuð í Sádí-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kúvæt vegna atriðis þar sem tvær konur kyssast. Teiknimyndin er „spin-off“ af hinni vinsælu seríu Leikfangasögu (e. Toy Story) og fjallar um geimævintýri Bósa Ljósár út fyrir endimörk alheimsins.

Innköllun á núðlum frá Lucky Me!

Í fréttatilkynningu frá matvælaeftirliti Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur fram að Vietnam Market hafi í samráði við stofnunina stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Instant Noodles Pancit Canton Chili frá Lucky Me!

Bryn­hildur hættir sem upp­lýsinga­full­trúi Rauða krossins

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, er að hætta eftir fimm ár í starfi sínu. Þar áður starfaði hún sem verk­efna­stjóri hjá Rauða krossinum svo ákvörðunin markar endalok áralangs tímabils. Það er ekki ljóst hvert hún fer næst.

Ekki í fyrsta sinn sem þingmaður stökkvi upp í pontu án þess að kynna sér málið

Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður ákváðu í gær að breyta áunnum lífeyrisréttindum sjóðfélaga þannig að réttindi eldri kynslóða aukast á kostnað hinna yngri. Þingmaður Viðreisnar segir þetta tugmilljarða millifærslu frá réttindum yngra fólks til þess eldra en í sameiginlegri grein Benedikts Jóhannessonar og fram­kvæmda­stjóra sjóðanna tveggja segir að breytingin stuðli að jafnræði milli sjóðfélaga.

„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“

Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi.

Sjá meira