„Áður en ég veit af er hann búinn að negla aftan á mig“ Á leið niður Laugaveginn á hjóli á laugardagskvöld lenti Margeir Steinar Ingólfsson í því að ökumaður ók aftan á hann með þeim afleiðingum að Margeir féll til jarðar og hjól hans kastaðist eftir götunni. Í kjölfarið ók ökumaðurinn yfir hjól Margeirs, brunaði niður göngugötu og flúði af vettvangi. 7.6.2022 07:01
Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024 Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár. 6.6.2022 15:10
Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu. 6.6.2022 13:54
Enn einn rússneskur herforingi felldur Roman Kutuzov, rússneskur undirhershöfðingi, er sagður hafa verið felldur í árás á Donbas sem hann fór fyrir frá Donetsk-héraði. Rússneskir ríkismiðlar greina frá falli herforingjans og úkraínski herinn hefur einnig staðfest fall hans. 6.6.2022 12:44
Að minnsta kosti 50 látnir eftir skotárás á kaþólska kirkju Óttast er að meira en 50 séu látnir eftir skotárás byssumanna á kaþólska kirkju í Suðvestur-Nígeríu á hvítasunnudag. Árásarmennirnir komu keyrandi á mótórhjólum og hófu skothríð á kirkjugesti sem höfðu safnast saman á hvítasunnudag í St. Francis Catholic Church, segir í umfjöllun AP í Nígeríu um málið. 6.6.2022 10:17
Fáránlegt að fara gegn sjötíu ára baráttu verkalýðshreyfingarinnar Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og Sigmar Vilhjálmsson, stjórnarmaður í Atvinnufjelaginu, tókust hart á um launamál í Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í dag. Sigmar vill horfa til Norðurlandanna, þar sé dagtaxti hærri og í staðinn sé prósentuálag á hann lægra. Flosi taldi aðferðafræði Sigmars vitlausa þar sem ekki væri hægt að yfirfæra hluta úr heildarkerfum annarra landa yfir til Íslands. 5.6.2022 17:33
Ferðaðist þúsundir kílómetra til að ná fyrsta flugi Niceair Þjóðverjinn Tino Oelker gerði sér ferð alla leið frá München í Þýskalandi til Akureyrar í vikunni í þeim eina tilgangi að fljúga með jómfrúarferð Niceair til Kaupmannahafnar. Skapti Hallgrímsson hjá Akureyri.net tók viðtal við Oelker fyrir flugið á fimmtudaginn þar sem hann greindi frá óhefðbundnum áhugamálum sínum, ferðalaginu til Íslands og öðrum skemmtilegum ferðasögum. 5.6.2022 14:36
Pútín hótar Vesturlöndum með nýjum skotmörkum Vladimir Pútín Rússlandsforesti hótar að Rússir geri árásir á ný skotmörk innan Úkraínu ef Bandaríkin útvega Úkraínu langdrægar eldflaugar, segir í ríkismiðli Rússlands. 5.6.2022 13:24
Þrír látnir og ellefu særðir eftir skotárás í Fíladelfíu Þrír eru látnir og að minnsta kosti ellefu særðir eftir skotárás sem átti sér stað skömmu fyrir miðnætti í miðbæ Fíladelfíu-borgar í gærkvöldi. 5.6.2022 11:01
Rússar beina sjónum sínum að Kænugarði Einn særðist eftir eldflaugaárás Rússa á Kænugarð í morgun, segir Vitali Klitschko, borgarstjóri höfuðborgarinnar. Þá er hart barist í borginni Sjevjeródonetsk þar sem þúsundir almennra borgara hafa leitað sér skjóls í kjöllurum. 5.6.2022 10:01