„Lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna“ Jón Már Héðinsson, sem lætur nú af starfi skólameistara Menntaskólans á Akureyri, sagði á brautskráningu skólans í dag að hugmyndafræði lokaprófa væri ekki lengur ráðandi í skólanum, enda væru lokapróf gamaldags kúgunartæki feðraveldis embættismanna. 17.6.2022 21:31
Albert Guðmundsson óvænt körfuboltastjarna Streetball-mót Húrra og Nike fór fram í annað skiptið í dag þar sem liðið Lads, skipað landsliðsmanninum Alberti Guðmundssyni og Kristjáni Daða Finnbjörnssyni, bar sigur úr býtum. Þar að auki var Albert valinn mikilvægast leikmaður mótsins, MVP. 17.6.2022 21:27
Ferðaðist til Kaupmannahafnar til að skila orðu afa síns til drottningar Kjartan Þorbjörnsson, betur þekktur sem Golli, gerði sér sérstaka ferð, í tilefni 17. júní, frá Helsingborg til Kaupmannahafnar til að skila Dannebrogsorðunni sem afi hans, Gísli Konráðsson, hlaut 43 árum áður. 17.6.2022 19:34
Brautskráði 150 stúdenta og lét af störfum eftir 42 ára starf hjá MA Menntaskólanum á Akureyri var slitið í 142. sinn við brautskráningu stúdenta í dag, 17. júní. Alls voru 150 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Brautskráningin var síðasta verk Jóns Más Héðinssonar, skólameistara, sem lét af störfum eftir 42 ár hjá skólanum auk tveggja annarra starfsmanna sem hafa unnið þar í áratugi. 17.6.2022 18:02
„Ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið“ Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið. 16.6.2022 16:51
Útsýnispallur á Bolafjalli opni vonandi á næstunni Útsýnispallur á Bolafjalli hefur ekki enn opnað sökum þess að öryggismál á pallinum eru ekki fyllilega frágengin. Bæjarstjóri Bolungarvíkur segir lokafrágang á pallinum hefjast í næstu viku og hann opni í kjölfarið. Viðhald á veginum upp á fjallið hefur einnig gengið erfiðlega í vetur en Landhelgisgæslan fer með umsjá hans. 16.6.2022 13:02
Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16.6.2022 09:44
Byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík, fyrir fugla Tólf fuglahúsum hefur verið komið fyrir við göngugötur, græn svæði og torg í miðborg Reykjavíkur. Staðsetning húsanna er hugsuð til að skapa sýnileika fyrir almenning og vekja athygli á fuglum í umhverfinu. 15.6.2022 17:05
Tilræðismaður Reagan endanlega frjáls og heldur uppselda tónleika í Brooklyn John Hinckley Jr. sem reyndi að skjóta Ronald Reagan Bandaríkjaforseta til bana árið 1981 verður í dag endanlega frjáls allra sinna ferða. Hann var úrskurðaður ósakhæfur í réttarhöldunum 1982 og hefur verið undir ströngu eftirliti sálfræðinga síðan. Þann 8. júlí næstkomandi heldur hann tónleika í Brooklyn sem er uppselt á. 15.6.2022 16:09
Áður óséðar mannamyndir Kjarvals á nýrri sýningu Sýningin Andlit úr skýjum – mannamyndir Jóhannesar S. Kjarvals verður opnuð hjá Listasafni Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum á morgun. Til sýnis verða allar sjálfsmyndir Kjarvals og mannamyndir frá ýmsum tímabilum. 15.6.2022 15:01