Segir leitun að viðlíka ráðningarsamningi Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, var ráðin bæjarstjóri Kópavogs á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi minnihlutans gagnrýnir ráðningarsamning bæjarstjóra og segir leitun að viðlíka samningi. 15.6.2022 13:48
Fordæmalaus flóð í Yellowstone Fordæmalaus flóð í Yellowstone þjóðgarði hafa tætt í sig norðurhluta þjóðgarðsins og skolað burt brúm, vegum og húsum. Enginn hefur slasast eða látist í flóðunum en meira en 10.000 gestir hafa þurft að yfirgefa þjóðgarðinn. 15.6.2022 11:10
Óánægja með Joe Biden eykst Óánægja Bandaríkjamanna með Joe Biden Bandaríkjaforseta eykst þriðju vikuna í röð. Aðeins 39% kjósenda eru ánægð með forsetann en 56% segjast óánægð. Þetta ánægjuhlutfall er með því lægsta sem hefur mælst í forsetatíð Biden. 15.6.2022 09:52
Vill láta fjarlægja minnisvarða um borgaralega óhlýðni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hvatti Birgi Ármannson, forseta Alþingis, til að fjarlægja listaverkið Svörtu keiluna sem er staðsett fyrir utan Alþingishúsið í ræðu sinni á þinginu í dag. Listaverkið er eftir Santiago Sierra og var sett niður árið 2012 sem minnisvarði um borgaralega óhlýðni. 14.6.2022 22:50
Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar samþykkt Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2023 til 2027 var samþykkt á Alþingi rétt fyrir klukkan þrjú í dag, með 35 atkvæðum gegn 12 atkvæðum. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði og fimm þingmenn voru fjarverandi. 14.6.2022 17:00
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að Jökulárnar verði settar í verndarflokk Vinstri græn í Skagafirði sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar og leggjast gegn því að Jökulárnar í Skagafirði verði færðar úr verndarflokki yfir í biðflokk. 14.6.2022 16:08
Vilhjálmur og Katrín flytja úr höll í „lítilfjörlegt“ hús Vilhjálmur Prins og Katrín Middleton, hertogaynjan af Cambridge, hafa ákveðið hvert þau hyggjast flytja næst. Þau ætla að flytja frá Kensington höll inn í „lítilfjörlegt“ fjögurra svefnherbergja hús á Windsor-landareigninni til að vera nær drottningunni og tryggja börnum sínum góða skólagöngu. 14.6.2022 13:01
Dua Lipa stödd á Íslandi Breska tónlistarkonan Dua Lipa virðist vera á Íslandi ef marka má Instagram-sögu hennar. Þar birtir hún mynd af manni að dansa á rauðum sandi og í bakgrunn má sjá glitta í bíla frá kvikmyndatækjaleigunni Kukl. 14.6.2022 11:26
Kim sögð hafa eyðilagt kjól Marilyn Monroe Kim Kardashian er sögð hafa eyðilagt 60 ára gamlan kjól Marilyn Monroe sem hún fékk lánaðan fyrir Met Galað í maí síðastliðnum. Stærsta einkasafn heims af munum Marilyn Monroe benti á að demantar hafi dottið af kjólnum eftir að Kim fékk kjólinn lánaðan. 14.6.2022 10:12
Endurbætur ýmist sagðar nauðsynlegar eða skemmdarverk Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við innilaug Sundhallar Reykjavíkur um áramótin. Til stendur að endurgera sundlaugarbakkann og laugarkerið sem er komið til ára sinna ásamt því að gera sérstaka dýfingalaug fyrir stökkbrettin. Sérfræðingar segja framkvæmdir nauðsynlegar en fastagestur telur breytinguna skemmdarverk. 14.6.2022 08:30