Gaurar að borða sterkan mat í köldum potti, geðheilsumálverk og geislasverð Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. júlí 2022 10:52 Nokkrir drengjanna koma kari fyrir til að undirbúa kalda pottinn fyrir kvöldið. Á sýningunni munu tveir strákar sitja í pottinum, ræða sín á milli og borða sterkan mat. Aðsent Hópur ungmenna heldur listasýningu í Gerðarsafni í kvöld sem er afrakstur sumarstarfs þar sem krakkarnir hafa fengið að kynnast alls konar samtímalist. Til sýnis verða meðal annars tveir gaurar í köldum potti að borða sterkan mat, málverk af geðheilsu og geislasverðabardagi. Í sumar hefur hópur af ellefu ungmennum á aldrinum fimmtán til sautján ára haft það sem sumarstarf hjá Kópavogsbæ að kynnast samtímalist. Sumarstarfið hefur meðal annars falist í heimsóknum á helstu listasöfn höfuðborgarsvæðisins, smiðjum frá listamönnum og kynningum á ýmsum fjölbreyttum listformum. Afrakstur sumarsins verður til sýnis á Bestu sýningunni á Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 14. júlí, frá klukkan 18 til 21. Krakkarnir spenna bogann hátt og lofa skemmtilegustu og flippuðustu sýningu Íslands til þessa. Ungmennin voru með gjörning á 17. júní í sumar þar sem þau þóttust vera vinnuskólahópur og voru í pásu allan daginn.Aðsent Þetta er að vísu ekki fyrsta sýning krakkanna af því á 17. júní í sumar stóðu krakkarnir fyrir gjörningi sem vakti mikla athygli viðstaddra og rataði í kvöldfréttirnar. Þar þóttust þau vera vinnuskólahópur sem var í pásu allan daginn. Flippuð og fjölbreytt listasýning Blaðamaður hafði samband við tvo meðlimi hópsins, þau Sigurjón og Emmu, til að forvitnast um sumarstarfið og listasýninguna. Þau lýstu sumarstarfinu sem borguðu námskeiði þar sem hefðu fengið að læra um list, fara á „alls konar listasöfn og námskeið“ og fara í ferðalög. Meðal þess sem þau hafa fengið að kynnast í sumar er keramík, gamaldags prentverk, úrklippur, vídjóverk og listdans. Krakkarnir lofa bestu og flippuðustu sýningu Íslands til þessa.Aðsent Þau lofa flippaðri og fjölbreyttri listasýningu með veitingum, búningum og „alls konar gjörningum.“ Þá verðar ýmiss konar listaverk til sýnis, ein stúlkan „er að mála meiningar af geðheilsu, túlka geðheilsu í manneskjum,“ segir Sigurjón og bætir við „svo eru tveir gaurar í potti í podcasti.“ Inntur eftir frekari skýringum segir hann „Það verður kaldur pottur og í honum verða tveir gaurar að borða sterkan mat og tala saman.“ „Þetta er dálítið flippað.“ Þetta er annað árið sem sumarstarfið er á boðstólnum og er sniðug leið fyrir krakka til að fá smá pening, hafa eitthvað fyrir stafni og kynnast samtímalist í leiðinni.Aðsent Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira
Í sumar hefur hópur af ellefu ungmennum á aldrinum fimmtán til sautján ára haft það sem sumarstarf hjá Kópavogsbæ að kynnast samtímalist. Sumarstarfið hefur meðal annars falist í heimsóknum á helstu listasöfn höfuðborgarsvæðisins, smiðjum frá listamönnum og kynningum á ýmsum fjölbreyttum listformum. Afrakstur sumarsins verður til sýnis á Bestu sýningunni á Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 14. júlí, frá klukkan 18 til 21. Krakkarnir spenna bogann hátt og lofa skemmtilegustu og flippuðustu sýningu Íslands til þessa. Ungmennin voru með gjörning á 17. júní í sumar þar sem þau þóttust vera vinnuskólahópur og voru í pásu allan daginn.Aðsent Þetta er að vísu ekki fyrsta sýning krakkanna af því á 17. júní í sumar stóðu krakkarnir fyrir gjörningi sem vakti mikla athygli viðstaddra og rataði í kvöldfréttirnar. Þar þóttust þau vera vinnuskólahópur sem var í pásu allan daginn. Flippuð og fjölbreytt listasýning Blaðamaður hafði samband við tvo meðlimi hópsins, þau Sigurjón og Emmu, til að forvitnast um sumarstarfið og listasýninguna. Þau lýstu sumarstarfinu sem borguðu námskeiði þar sem hefðu fengið að læra um list, fara á „alls konar listasöfn og námskeið“ og fara í ferðalög. Meðal þess sem þau hafa fengið að kynnast í sumar er keramík, gamaldags prentverk, úrklippur, vídjóverk og listdans. Krakkarnir lofa bestu og flippuðustu sýningu Íslands til þessa.Aðsent Þau lofa flippaðri og fjölbreyttri listasýningu með veitingum, búningum og „alls konar gjörningum.“ Þá verðar ýmiss konar listaverk til sýnis, ein stúlkan „er að mála meiningar af geðheilsu, túlka geðheilsu í manneskjum,“ segir Sigurjón og bætir við „svo eru tveir gaurar í potti í podcasti.“ Inntur eftir frekari skýringum segir hann „Það verður kaldur pottur og í honum verða tveir gaurar að borða sterkan mat og tala saman.“ „Þetta er dálítið flippað.“ Þetta er annað árið sem sumarstarfið er á boðstólnum og er sniðug leið fyrir krakka til að fá smá pening, hafa eitthvað fyrir stafni og kynnast samtímalist í leiðinni.Aðsent
Menning Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Sjá meira