Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Heldur stærstu tón­­leika sumarsins komin 35 vikur á leið

Sigríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ólafs, er ein af skipuleggjendunum bak við tónleika breska rapparans Skepta í Valshöllinni 1. júlí næstkomandi. Ekki nóg með að halda eina stærstu tónleika sumarsins heldur verður Sigga komin 35 vikur á leið þegar tónleikarnir fara fram.

Fimm mánaða stúlka skotin til bana í Chicago

Fimm mánaða stúlka var skotin til bana í aftursæti bíls í South Shore-hverfi Chicago síðdegis í gær. Stúlkan var flutt á spítala eftir að hafa fengið skot í höfuðið og lést hún þar. Maður á fimmtugsaldri hlaut einnig áverka eftir að byssuskot hæfði hann nærri auga.

Rændi Nettó og flúði af vettvangi

Mat­vöru­versl­un­in Nettó í Lág­múla var rænd fyrr í kvöld. Að sögn vitna sló ræn­ing­inn til starfsmanns, tók pening úr kassanum og flúði af vettvangi. Engan sakaði í árásinni og vinnur lögreglan nú að rannsókn málsins.

Svala Björgvins komin á fast

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er komin með nýjan kærasta, Alexander Egholm Alexandersson, og segist vera mjög hamingjusöm. Parið hefur verið að stinga saman nefjum í nokkrar vikur og eru nú komin á fast.

Biden samþykkir herta byssulöggjöf

Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt.

Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar

Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin.

Úkraínski herinn hörfar frá Sieveródonetsk

Eftir margra vikna hernaðarátök hefur úkraínski herinn ákveðið að hörfa frá Sieveródonetsk í Lúhansk-héraði til að forða því að verða umkringdur af Rússum. Héraðsstjóri Lúhansk-héraðs segir ekkert þýða að að halda kyrru fyrir í borginni og því hafi úkraínska hernum verið skipað að hörfa.

Hráolíuverð heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á Brent-hráolíu lækkaði á föstudag og stefnir í lækkun aðra vikuna í röð. Olíuverð náði miklum hæðum í kjölfar stríðsins í Úkraínu en frá maílokum hefur Brent-olíuverð lækkað úr 120 bandaríkjadölum á tunnu niður í um 109, næstum tíu prósent lækkun.

Sjá meira