Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 16:49 Eggert Valur Guðmundsson, oddviti Rangárþings ytra, býður Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, velkominn til starfa. Rangárþing ytra Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“ Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira
Starf sveitarstjóra Rangárþings ytra var auglýst og bárust 25 umsóknir, þar af voru fimm dregnar til baka, en Hagvangur sá um ráðningarferlið í samráði við fullskipað byggðarráð. Þann 11. júlí tilkynnti sveitarfélagið svo ráðningu Jóns G. Valgeirssonar sem sveitarstjóra. Jón er menntaður lögfræðingur en hefur þar að auki töluverða reynslu af stjórnsýslu sveitarfélaga eftir að hafa verið sveitarstjóri Hrunamannahrepps undanfarin fimmtán ár og stýrt fjölda verkefna á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Nú á mánudag samþykkti Byggðarráð samhljóða ráðningarsamning við Jón en í fundargerð kemur fram að hann hefji störf 15. ágúst næstkomandi. Farsími, spjaldtölva og fartölva frá sveitarfélaginu Í ráðningarsamningi Jóns kemur fram að um sé að ræða fullt starf með hundrað prósent starfshlutfall og segir að sveitarstjóra sé „skylt að vinna þá yfirvinnu sem þörf krefur, hvort sem er utan dagvinnutíma virka daga eða um helgar.“ Föst heildarlaun Jóns G. Valgeirssonar eru 1,7 milljón króna í mánaðarlaun en þau eru reiknuð út frá launavísitölu. Launin taki breytingum á sex mánaða fresti miðað við vísitölubreytingar. Áður en Jón tók við sem sveitastjóri Rangárþings ytra var hann sveitarstjóri Hrunamannahrepps í fimmtán ár. Hér er hann með Halldóru Hjörleifsdóttur, oddvita Hrunamannahrepps, árið 2018.Vísir/Magnús Hlynur Þá segir í samningnum að ekki sé greidd sérstök yfirvinna ef sveitarstjóri þarf að vinna utan venjubundins vinnutíma eða helgidaga vegna ferðalaga eða sérstakra verkefna enda teljist það hluti af vinnu hans. Sérstakur ökutækjastyrkur er ekki nefndur í samningnum en þar segir að akstur sveitarstjóra sé greiddur samkvæmt akstursdagbók í hverjum mánuði. Þá fær sveitarstjóri einnig „til eignar farsíma, spjaldtölvu og fartölvu á kostnað sveitarfélagsins og greiðir sveitarfélagið kostnað við farsímanotkun.“ Undir liðnum „Önnur störf og ákvæði“ segir að sveitarstjóri skuli hafa fasta búsetu og lögheimil í Rangárþingi ytra á ráðningartíma enda „finnist fullnægjandi húsnæði fyrir sveitarstjóra og fjölskyldu hans.“
Stjórnsýsla Rangárþing ytra Kjaramál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir hnífstunguárás Fimm karlmenn handteknir eftir byssuskot Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá meira