Segir íbúa ekki hugsa hlutina til enda og treysta sérfræðingum í blindni Bæjarfulltrúi í Grindavík veltir fyrir sér hvort íbúar séu of fljótir á sér með uppkaupum húsnæðis og flótta úr bænum. Hann telur íbúa og bæjarstjórn vera áhorfendur að því sem sé að gerast og hlusti á sérfræðinga í blindni án þess að hugsa hlutina til enda. 1.4.2024 18:15
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið Fyrrverandi deildarstjóri á skrifstofu forseta Íslands segir að forseti þurfi fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur sem komi vel fram. Þar að auki þurfi hann að búa yfir tungumálakunnáttu, hafa gott bakland og kjark til að taka ákvarðanir þó þær séu ekki vinsælar. 31.3.2024 22:03
Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfsnesi Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum. 31.3.2024 20:51
Hættur að fljúga eftir að hafa glatt milljónir í þrjá áratugi Afríski úfurinn Ernie er sestur í helgan stein eftir að hafa tekið þátt í stærstu fuglasýningu Bretlands í þrjá áratugi. Á þessu tímabili hefur hann tekið á loft um 20 þúsund sinnum. 31.3.2024 20:21
„Geri hún það, þá býð ég mig fram“ Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins. 31.3.2024 18:55
Ófært víða um land: Bændur að „drukkna í mjólk“ sem hefur ekki verið sótt síðan fyrir helgi Mjólk hefur ekki verið sótt í Engihlíð í Vopnafirði frá því fyrir helgi vegna ófærðar. Bændurnir hafa boðið fólki að sækja mjólk til að þurfa ekki að hella henni. Verði mjólkin ekki sótt á morgun þarf að hella sex daga birgðum sem yrði mikið tjón. Ófært er víða um Austurland og gular viðvaranir um allt norðanvert landið. 31.3.2024 18:26
Látinn aðeins 27 ára eftir mótorhjólaslys Chance Perdomo, leikari þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Gen V og The Chilling Adventures of Sabrina, lést í mótorhjólaslysi aðeins 27 ára að aldri. 30.3.2024 23:17
Sennilega þeir einu sem vilja rigningu um páskana Eldgosið norðan Grindavíkur mallar enn eins og það hefur gert síðustu daga. Mikill þurrkur er á svæðinu svo kviknað hefur í gróðri á gosstöðvunum. Slökkviliðsmenn í Grindavík eru sennilega í minnihluta fólks sem vill að það rigni um páskana. 30.3.2024 22:52
Handtekinn af sérsveitarmönnum og látinn dúsa átta tíma saklaus í fangaklefa Kona sem sá lögregluna auglýsa eftir bíl hennar hringdi til að láta vita að honum hefði ekki verið stolið og að kærasti hennar væri á bílnum. Sérsveitarmenn og lögregluþjónar fóru í kjölfarið í vinnu kærastans, handtóku hann og létu hann dúsa í fangaklefa í átta tíma. Parið segist nú á leiðinni í skaðabótamál vegna handtökunnar. 30.3.2024 21:04
„Einkafyrirtæki myndi ekki taka ákvarðanir sem gengu í berhögg við vilja eigenda“ Sérfræðingur í Evrópurétti telur að eftirlitsstofnun EFTA muni taka til skoðunar fyrirhuguð kaup Landsbankans á Tryggingamiðstöðinni. Slík skoðun gæti tekið langan tíma, en kaupin mættu ekki fara fram meðan á henni stæði. 30.3.2024 20:24