Fréttamaður

Magnús Jochum Pálsson

Magnús Jochum er umsjónarmaður Lífsins á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Breytingar gerðar á jongnarr.is

Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta.

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni.

Sinueldur við urðunarstaðinn á Álfs­nesi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr átta vegna sinuelds við urðunarsvæðið á Álfsnesi. Slökkviliðið náði tökum á eldinum á tíunda tímanum.

„Geri hún það, þá býð ég mig fram“

Leikkonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir segist ætla að bjóða sig fram til forseta ef Katrín Jakobsdóttir forstætisráðherra gefur kost á sér í embættið. Það geri hún af því hún treysti ekki Katrínu til embættisins.

Sjá meira