Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 21:32 Framhaldsmyndin Joker: Folie á Deux hefur fengið mjög misjafna dóma. Margir gagnrýnendur lofa þó frammistöðu aðalleikaranna tveggja, Joaquin Phoenix og Lady Gaga. Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna. Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira