Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. október 2024 21:32 Framhaldsmyndin Joker: Folie á Deux hefur fengið mjög misjafna dóma. Margir gagnrýnendur lofa þó frammistöðu aðalleikaranna tveggja, Joaquin Phoenix og Lady Gaga. Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna. Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Daníel nokkur Rósinkrans vakti fyrst athygli á auglýsingunni á X (áður Twitter). „Mikið er þetta „desperate“-múv hjá Sambíóunum að setja nokkrar fimm samanlagðar stjörnur við auglýsingu á nýja Jokernum. Ég veit ekki um einn miðil (samkvæmt metacritic & RT) sem hefur gefið henni slíka einkunn,“ skrifar hann og birtir mynd sem Sambíóin höfðu deilt á Facebook fyrr um daginn. Færslan sem Sambíóin deildu á Facebook í dag. Eins og sjá má eru aðalleikararnir Joaquin Phoenix og Lady Gaga í hlutverkum sínum á myndinni og fyrir ofan þau og neðan eru sex fimm-stjörnu-dómar. Hvergi er vísað í hvaðan stjörnurnar koma. Þegar helstu síðurnar sem safna saman kvikmyndadómum eru skoðaðar sést að viðbrögðin við myndinni eru yfirgnæfandi neikvæð. Það eru þó einhverjir gagnrýnendur ánægðir en hins vegar er enginn svo ánægður að hann gefi myndinni fullt hús eða fimm stjörnur. Stjörnurnar á myndinni eru því greinilega ekki komnar frá „yfirlýstum gagnrýnendum“. „Þetta er bara svo mikið rugl“ Fréttastofa ákvað að leita svara hjá auglýsingadeild Sambíóanna við þessari auglýsingu og ræddi við Jón Geir Sævarsson, markaðsstjóra hjá Sam-film. „Við í dreifingardeildinni vorum einmitt að tala um þetta í morgun þegar við sáum þetta: ,Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?' Þetta er bara svo mikið rugl,“ sagði hann um auglýsinguna. Hann tók hins vegar fram að af því hann væri hjá Sam-film, dreifingarhluta fyrirtækisins, þá vissi hann ekki hver bæri ábyrgð á auglýsingunni. Hann vísaði því áfram á Guðnýju Alfreðsdóttur, rekstrarstjóra Sambíóanna. Gat ekki svarað fyrir stjörnurnar Blaðamaður heyrði því næst í Guðnýju rekstrarstjóra sem hafði ekki séð auglýsinguna og vissi ekki hver hafði búið hana til eða sett hana inn á síðuna. Hverjir sjá um að gera auglýsingarnar og setja þær inn? „Það er bara mismunandi hver það er,“ sagði Guðný. Hún vissi ekki hver hafði gert þessa tilteknu auglýsinguna eða hvaðan stjörnurnar á myndinni kæmu. Þá tók hún fram að í færslunni standi „Gagnrýnendur segja Joaquin Phoenix enn og aftur frábæran í aðalhlutverkinu og Lady Gaga steli senunni“. Sá texti væri tekinn frá kvikmyndasíðunni Rotten Tomatoes. Ég skil það, fólk virðist ánægt með þau tvö, en það eru aðallega þessar stjörnur sem ég er að velta fyrir mér. Einhver sem sér þessa auglýsingu á Facebook heldur kannski að myndin hafi fengið frábæra dóma. „Ég get ekki svarað fyrir það,“ sagði Guðný og sagðist hún heldur ekki geta bent á neinn sem gæti svarað fyrir auglýsinguna.
Bíó og sjónvarp Hollywood Auglýsinga- og markaðsmál Kvikmyndahús Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira