Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Formaður Rithöfundarsambands Íslands segir verk íslenskra höfunda meðal þeirra sem Meta hlóð niður af sjóræningjasíðu til að þjálfa gervigreind sína. Sambandið sé nú að skoða næstu skref í samstarfi við evrópsk höfundasamtök 6.4.2025 17:20
Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Bráðaliði sem lifði af árás Ísraela á bílalest, þar sem fimmtán hjálparstarfsmenn voru drepnir, lýsir því hvernig hermennirnir létu hann afklæðast, skyrptu á hann, börðu og pyntuðu. Ísraelsher laug til um aðdraganda árásarinnar og gróf hina látnu í fjöldagröf. 6.4.2025 15:29
Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Ljósmynd sem prýðir WW3, nýjustu plötu Kanye West, var notuð í óleyfi. Ljósmyndin er af giftingu tveggja einkennisklæddra Ku Klu Klan-meðlima og var tekin fyrir umfjöllun aukablaðs Aftenposten árið 2015. 6.4.2025 14:38
Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Steinninn í Esjunni, eitt helsta kennileiti fjallsins, virðist hafa skriðið til í hlíðinni og liggur nú á hlið. Steinninn hefur hallað töluvert frá því að stika var fyrst sett á hann 2008 og er nú fallinn. 6.4.2025 13:52
Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Síðasta sólahring hafa um 550 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga og út á Reykjaneshrygg. Mælingar sýna greinilega að landris sé hafið undir Svartsengi en erfitt er að meta hraða kvikusöfnunar. 6.4.2025 11:59
Laufey sendir lekamönnum tóninn Laufey Lín Bing Jónsdóttir virðist hafa lent í tónlistarleka og sendir skýr skilaboð á samfélagsmiðlum: „Hættið að leka tónlistinni minni.“ 6.4.2025 11:15
Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Ísraelsher viðurkennir að hermenn hans hafi gert mistök þegar þeir drápu fimmtán hjálparstarfsmenn í Gasa 23. mars. Ísraelsher hélt því fyrst fram að sjúkrabílalestin hefði ferðast „grunsamlega“ í myrkrinu án framljósa en myndefni af vettvangi afsannar það. 6.4.2025 10:16
Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Jaguar Land Rover ætlar að gera hlé á bílasendingum til Bandaríkjanna í apríl eftir 25 prósenta tollahækkun Bandaríkjastjórnar á innflutning allra erlendra bíla. Almenn tíu prósent tollahækkun á innflutning breskra vara til Bandaríkjanna tók gildi í dag. 5.4.2025 16:41
Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar vegna hryðjuverkamálsins svokallaða. 5.4.2025 15:57
„Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Bandaríski leikarinn Bill Murray hvessti sig við aðdáanda sem gekk aftan á hann í bíóhúsi á Manhattan. Murray sakaði manninn um líkamsárás og hótaði að svara í sömu mynt. 5.4.2025 15:29