Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. 22.7.2025 15:32
„Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun. 22.7.2025 11:52
Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð. 22.7.2025 10:01
Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Loftgæði á höfuðborgarsvæðinu mælast töluvert betri í dag en í gær. Enn er þó svifryksmengun yfir Reykjanesskaga og á Ísafirði mælast loftgæði óholl. Á miðvikudag gæti síðan aftur farið að byggjast upp mengun á gosstöðvunum vegna hægs vinds. 22.7.2025 08:36
Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar. 21.7.2025 14:37
Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Maður sem var staddur á karókíkvöldi með kærustu sinni í Buckeye Lake í Ohio var skotinn til bana af fyrrverandi eiginmanni hennar meðan þau sungu „One More Light“ eftir Linkin Park. 18.7.2025 17:12
Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. 18.7.2025 14:46
Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Tækni- og myndbrellustúdíóið Reykjavík Visual Effects (RVX) hefur verið tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna fyrir störf sín við þættina House of the Dragon og The Last of Us. 18.7.2025 13:26
Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Þrír vinir í Borgarholtsskóla uppgötvuðu sveitaballamenningu í Vík í Mýrdal síðasta haust og hafa síðan þá farið á sveitaböll í níu bæjarfélögum. Þeir vilja auka hróður sveitaballsins, koma fleiri jafnöldrum á bragðið og dreymir um að halda sveitaball í borginni. 18.7.2025 11:37
Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Jennifer Lopez greindi aðdáendum sínum frá því á tónleikum að hún ætlar ekki að gifta sig oftar. Lopez hefur gengið í hjónaband fjórum sinnum og skilið jafnoft. 17.7.2025 17:00