Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Hundur fékk hitaslag og dó á höfuðborgarsvæðinu í gær og endaði annar á dýraspítala hætt kominn. Fjöldi hunda hefur sloppið af heimilum sínum og týnst í dag vegna sólarþyrstra eiganda sem hafa skilið eftir opið út. 18.5.2025 18:39
Hitamet maímánaðar frá 1960 næstum fallið Hæsti hiti í Reykjavík mældist í dag 20,4 stig og vantaði aðeins 0,2 stig til að jafna maí-hitamet frá 14. maí 1960. 18.5.2025 17:48
Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa VÆB-bræður fengu sögulega fá stig frá dómnefndum á úrslitakvöldi Eurovision í kvöld, núll talsins og enduðu með 33 stig. Íslendingum var ekki skemmt og fengu útrás fyrir reiði sína á samfélagsmiðlum. 17.5.2025 23:35
Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum. 17.5.2025 22:59
Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að ræða við Vladímír Pútín Rússlandsforseta á mánudag um að „binda enda á ,blóðbaðið‘“ í Úkraínu. 17.5.2025 21:50
Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Íslendingar voru gríðarlega ánægðir með frammistöðu þeirra VÆB-bræðra, sem stigu tíundu á svið í Basel, á samfélagsmiðlum. Margir hafa sannfærst um að Ísland muni sigra keppnina. 17.5.2025 20:35
Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Klúróvision fer fram í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld en viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem elska Eurovision en elska mannréttindi meira. 17.5.2025 19:33
Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Fimm eru látnir eftir að tvær þyrlur rákust saman og brotlentu skammt frá Eura í suðvesturhluta Finnlands. Þyrlurnar voru báðar á leið til finnska bæjarins Kokemäki til að taka þátt í viðburði flugklúbbs. 17.5.2025 18:44
Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði. 17.5.2025 18:19
Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Slökkviliðið hefur náð stjórn á sinueldi við Apavatn í Grímsnesi. Eldurinn kviknaði inni í sumarhúsabyggð, var umfangsmikill að stærð og komst nálægt sumarhúsum á svæðinu. 17.5.2025 16:59